Goðasteinn - 01.09.1998, Síða 112
Goðasteinn 1998
þeir farnir eitthvað en enginn veit
hvert.
Næsta vor kom steggur, kannski
hennar ektamaki, og allt gekk sinn
gang, bííið var til hreiður úti í haga rétt
hjá lítilli tjörn, og þar hitti ritari hana
þar sem hún lá á eggjunum sínum sem
hún hreyfði sig ekki af, enda var nú
forðast að ónáða hana mikið, það var
ekki að hennar skapi, þó sást að nú
voru eggin bara fimrn. Það var veru-
lega gaman að mega eiga svona vin, og
fylgjast með hvernig allt þetta gerðist
úti í náttúrunni.
Dýrmætur trúnaður
í byrjun ágúst mátti svo fara að
búast við henni heim aftur miðað við
fyrra ár, með afrakstur sumarsins því
hún virðist hafa ágætt tímaskyn. Og
einn daginn kom gæsahópur fljúgandi
úr vestri hátt yfir. En sá hópur virtist á
langferð, hann stefndi til austurs langt
yfir bæinn. Gæti þó ekki verið að þetta
væru þau, það væri nú rétt að reyna á
það, hugsaði ég og kallaði í líkum róm
sem ég talaði vanalega til hennar. Og
aldrei gleymist það sem nú skeði.
Þessir stóru fallegu fuglar himinsins
sem komu einhversstaðar utan úr nátt-
úrunni, tóku nú til að velta sér í loftinu
og algjör ringulreið kom á hópinn, svo
sveigðu þeir í víðum boga til baka, uns
þeir settust skammt frá.
Þetta var meira en nokkurn mann
getur dreyrnt um, að tala fuglana til sín.
Ekki gat ég talað kindurnar, kýrnar eða
hrossin svona til mín, aðeins hundinn.
Þetta var líkast og að ná sambandi við
himnaföðurinn sjálfan. Ungum var mér
kennt að það væri kannske hægt, en að
geta talað við fuglana, var alltaf sagt að
ekki væri hægt. Þó sagði móðir mín
mér frá manni sem hefði verið svo
áhrifamikil 1 að jafnvel stundum virtist
að fuglarnir veittu honum athygli. En
þessir fuglar voru svo óralangt í burtu.
Eg varð dolfallinn og hrærður, að
eiga trúnað þess sem ekkert þurfti á
mér að halda, enda var hún ekkert að
leita eftir mat, hún hafði nóg að borða.
Þarna var ekki fals eða tvöfeldni, ekki
undirlægjuháttur eða einfeldni. Sá sem
á trúnað svona tandurhreinnar vináttu
er ríkur. Með þakklátum huga byrjaði
ég aftur vinnu mína, eftir að hafa staðið
dágóða stund, og hugsað hve gaman er
að eiga samband við frjáls börn nátt-
úrunnar.
Síðan þetta var hef ég mörgum sinn-
um kallað svona til hennar, og mörgum
sinnum hefur hún sinnt kalli mínu á
sama hátt. Einu sinni konuim við á
tveimur dráttarvélum heiman frá
bænum og fórum að vinna í þurrheyi
skammt frá þar sem þær voru að bíta á
túninu. Hópurinn allur varð greinilega
órór og arkaði um skimandi, uns þau
flugu upp og í burtu, ég skildi þetta
ekki því hún var svo vön vélunum og
alveg róleg þó keyrt væri mjög nálægt
henni, svo mér datt í hug að þarna væri
einhver misskilningur á milli okkar,
stoppaði og gekk svolítið frá vélinni til
að kalla. Jú, jú, það stóð heima, hún
velti sér til í loftinu til að stjórna hópn-
um og gefa til kynna að breytt skyldi
um stefnu, þær konui til baka, og nú
-110-