Goðasteinn - 01.09.1998, Blaðsíða 113
Goðasteinn 1998
fóru allar að bíta alveg rólegar. Hvernig
gat hún líka vitað hverjir væru á drátt-
arvélunum, hún hafði orðið fyrir því að
ungarnir hennar voru skotnir frá henni.
Eftir þrjá fyrstu veturna heima hefur
hún alltaf farið með öðrum gæsum á
haustin, en komið til baka í byrjun
apríl, og þá bara hjónin. Nema vorið
1996, þá voru ungarnir með, sem lifðu
það að fara með foreldrum sínum út. 5.
apríl lenti hópurinn stutt frá bænum,
greinilega alveg úrvinda af þreytu.
Allan daginn lágu þau úti á túni. Undir
kvöld fór ég að tala við þau, hvort þau
vildu ekki koma og fá sér að borða.
Eins og vanalega þáði hún og stegg-
urinn, sem árið áður var búinn að kom-
ast á að borða með henni. Og ungarnir
komu þá líka, en þeir vissu ekki hvað
átti að borða og gripu upp í sig steina
og annað sem var öðruvísi á litinn en
moldin. Öll voru greinilega matarþurfi
og ekki í nógu góðu ástandi hvað
holdafar snerti, enda stundaði hún
óvenju vel fyrst á eftir að koma heim
að dyrum til að fá sér að borða, allt
þangað til hún var búin að liggja á í
töluverðan tíma. En það var mikill
hraði á henni þegar hún hljóp heim að
dyrum þar sem henni var gefið, og var
reynt að hafa skilning á að láta hana
ekki bíða lengi eftir næringu, sem hún
borðaði á mikið meiri hraða en venju-
lega, enda tók hún sig strax upp aftur
þegar hún var búin að fá nægju sína og
fór til baka.
Veiðimenn
Ekki fer hjá því að oft hefur heimil-
isfólkið haft áhyggur af að einn daginn
yrði þetta ævintýri á enda, hún félli
fyrir byssu veiðimanna. Margir veiði-
ntenn, vinir okkar, vita þó af henni, og
á hverju hausti er þeim sagt hvað fjöl-
skyldan er stór, og ef þeir sjái þá tölu
hér nærri megi þeir ekki skjóta, sem
allir virða sem vita af. Oft fylgist ég
líka með hvert hún fer og hvar henni er
hætta búin. Aðallega fer hún í akur hjá
nágranna okkar og þar er vissulega
hættusvæði.
Eitt sinn var ég farinn að búast við
veiðimönnum þangað. Og þegar ég leit
út klukkan að ganga sex einn morgun,
sá ég að þeir voru að koma sér fyrir.
Nú voru góð ráð dýr. Þess vegna tók ég
þá ákvörðun að reyna að verja hana og
klæddi mig í skyndi, stillti mér svo upp
við markið þar sem mitt land endaði og
land nágranna míns tók við, en ég vissi
að þar mundi hópurinn hennar fara yfir.
Hinum megin gerðu veiðimennirnir sér
aðstöðu með allar græjur, gerfigæsir
inni á sléttunni og földu sig niður í
skurði. Og ekki var sparað að gefa frá
sér hljóð með gæsaflautu eins og þarna
væru alvöru gæsir. Það bar tilætlaðan
árangur því margir hópar komu að
skoða, og þá hrundu niður ein og fleiri
úr hverjum hóp.
Svo kom að því að fóstra kom með
sinn hóp til móts við hættuna, þá reið á
að vörnin heppnaðist. Þær flugu lágt,
grunlausar um hvað í vændum var. En
þegar þær nálguðust skaut ég upp í
loftið fyrir framan þær til að fæla þær
frá. Þetta dugði, þær hækkuðu flugið
langt upp í loftið blátt, en héldu þó
-111-