Goðasteinn - 01.09.1998, Blaðsíða 120
Goðasteinn 1998
frá 1 og upp í 5°. Dagana 5. og 10.
komst veðurhæð í 9 vindstig og var það
í snörpum suðvestan snjóéljum. Sólar
naut meira eða minna 4 daga, rigning 5
daga og skúrir 3 daga. Snjókoma var
hluta úr 3 dögum og snjóél 5 daga. Að
öðru leyti skýjað. Þann 30. var klaki í
jörð 14 sm og þíða lagið ofan á klak-
anum 10 sm.
Apríl
Fyrstu viku mánaðarins voru norð-
lægar áttir, en síðan tóku við sunnan-
og suðvestlægar sem stóðu til 19. en
síðan austan og norðaustlægar áttir til
loka mánaðarins. Mánuðurinn var yfir-
leitt hægviðrasamur, en veðurhæð
komst þó í 7 vindstig hluta úr dögunum
20., 22., 25., og 27. Að kvöldi 1. var 5°
frost og aðfaranótt 2. var frostið 6° og
að morgni og kvöldi þess dags var 2°
frost. Að morgni 3. 4° frost og nóttina
áður 6° frost og 2° að morgni 5. Síðan
var frostlaust til 20., en að kvöldi þess
dags var 1° og 3,5° frost aðfaranótt 21.
Aðfaranótt 24. frusu saman vetur og
sumar, en þá var 2° frost. Síðan var
frostlaust til mánaðarloka. Dagana 1 .-6.
var hiti 2-4°, en síðan hlýnaði nokkuð
og fór hiti í allt að 9-10° dagana 7. og
19. Frá 20. til og með 25. kólnaði
talsvert og var hiti þá að deginum 4-5°.
Síðan hlýnaði og komst hiti mest í 11°
28. Sólar naut að meira eða minna leyti
8 daga, rigning 1 dag, snjóél 1 dag og
lítilsháttar vart 4 daga og skýjað eða
þokumóða 16 daga.
Maí
Mánuðurinn var þurrviðrasamur og
einkar kaldur. Næturfrost voru aðfara-
nætur 1., 2., 3., 5., 6., 8., 10., 11., 15., og
19., oftast á bilinu 2-3° og mest 5,5°
aðfaranótt 6., en minnst 1° aðfaranætur
8. og 15. Frá 4.-8. var hiti að deginum
4-5° en að öðru leyti var hitinn 10-12 °
og komst stöku sinnum í 13°.
Norðlægar áttir voru ríkjandi fyrri hluta
mánaðarins, en norðaustlægar seinni
hlutann. Þann 6., 8., og 16., var hvasst
af norðri, allt upp í 8-9 vindstig í
hviðum. Dagana 16.-19. var mikið ryk-
mistur í lofti. Bjartviðri var 18 daga og
rigningarhraglandi 2 daga. Að öðru
leyti skýjað, en þar inn í fellur að
óverulegrar úrkomu varð vart 6 daga,
einkum í fyrri og seinni hluta mánað-
arins.
Júní
I júní voru vindáttir breytilegar og
yfirleitt hægar að undanteknum dög-
unum 4., 7., 8., og 17., en þá var nokk-
uð hvasst. Mestur hiti í mánuðinum var
dagana 1. og 3., en þá komst hiti í 17-
18°. Þessa daga komst hiti í uppsveit-
unum í 23-24°. Þann 29. kornst hiti í
18°, en að öðru leyti var hitastigið 10-
15°. Aðfaranætur 6. og 7. var 1° frost,
aðfaranætur 8. og 12. 0° og aðfaranótt
17. var 3° frost. Sólar naut 19 daga,
rigning var 1 dag og lítilsháttar skúra-
leiðingar 5 daga. Að öðru leyti skýjað.
Sláttur hófst um og upp úr miðjum
júní.
-118-