Goðasteinn - 01.09.1998, Blaðsíða 121
Goðasteinn 1998
JÚlí
Mánuðurinn var hægviðrasamur,
yfirleitt á bilinu 2-5 vindstig, en komst
þó í 7 dagana 29. og 31. Austlægar áttir
voru nær alls ráðandi. Dagana 1.-9. var
hiti á bilinu 10-14°, en fór svo hækk-
andi í 13-25°og frá 14. júlí til mánaðar-
loka var hitinn oftast 15-17°. Hiti
komst í 20° fyrir hádegi 14. og í 19°
dagana 16., 21., og 26. og í 18° 27. og
30. Sólar naut 7 daga og hálfum degi
betur og voru þetta dagarnir 6., 13.,
16., 20., 25., 26. og 30. Samfelld rign-
ing var 4 daga, rigning hluta úr degi
eða skúrir 1 1 daga, en að öðru leyti
skýjað.
/
Agúst
Austan- og suðaustanáttir voru nær
alls ráðandi og yfirleitt hægar. Þó sólar
nyti lítið var mánuðurinn einkar hlýr;
oft 12-15°. Þann 12. komst hiti í 21° og
þennan dag komst hiti í 24-25° á
nokkrum stöðum á landinu. Þann 11.
komst hiti í 18° og 13. og 29. í 17°.
Sólar naut meira eða minna 7 daga og
sólfar öðru hvoru tvo daga að auki og
voru þessir dagar á víð og dreif um
mánuðinn. Samfelld rigning var 4 daga
og skúrir 14 daga, stundum ekki nema
ein skúr á dag.
September
Það má segja að veðurfarið í sept-
ember hafi verið „kópía“ af veðrinu í
ágúst. Sólar naut meira eða minna 8
daga og voru 6 þessara daga á tímabil-
inu 11.-18. ágúst. Samfelld rigning eða
þokusúld 10 daga og skúrir 8 daga,
stundum aðeins ein skúr einhvern tíma
dagsins. Að öðru leyti var skýjað án
úrkomu. Vindáttir voru breytilegar og
yfirleitt hægar, en fóru þó í allt að 7
vindstig dagana 8., 9., 11., 12., og 14.
Þann 28. var hvasst af austri, 9 vindstig
með mikilli rigningu. Lægðin sem olli
þessu veðri var 955 mbr, dýpsta lægð í
september hér við land á þessari öld að
sögn veðurfræðinga. Aðfaranótt 9. fór
hiti lítillega niður fyrir frostmarkið. Að
kvöldi 12. var 3° frost og að morgni
13. 1° frost og 4° frost nóttina áður. Að
kvöldi 17. var 1° frost og 2° að morgni
18., og nóttina áður 5° frost og voru
þetta einu frostin í mánuðinum. Dag-
ana l.-l 1. var hiti að deginum oftast
11-12° og komst í 15° þann 3. Dagana
12.-20. dalaði hitinn nokkuð, fór niður
í 8-9°, en frá 21.-28. fór hitinn í 10-12°
og síðan niður í 8-9 tvo síðustu daga
mánaðarins.
Október
Austan- og norðaustanáttir voru nær
alls ráðandi í mánuðinum og yfirleitt
hægar að undanskildum dögunum 6. og
9., en þá komst veðurhæð í 8-9 vind-
stig. Vægt frost, 1-2°, var aðfaranætur
1., 4., 8., 12., 18., 19., og 22. Að
morgni 19. og 22. var 3° frost og mesta
frostið í mánuðinum var 4° aðfaranótt
22. Að öðru leyti var mjög hlýtt miðað
við árstíma og var hiti að deginum oft
8-9°. „Köldustu“ dagarnir voru 18.,
19., og 20., en þá fór hitinn niður í 5-
6°. Hiti náði 10° dagana 1., 2., 6., 7.,
27., 28. og 29. Það var léttskýjað 7
-119-