Goðasteinn - 01.09.1998, Page 122
Goðasteinn 1998
daga, rigning eða súld 6 daga, og skúrir
eða smávegis úrkomu vart 8 daga. Að
öðru leyti var skýjað.
Nóvember
Enn voru austan- og norðaustanáttir
allsráðandi og yfirleitt hægar, með
þeirri undantekningu að 2. nóv. voru 8-
9 vindstig af norðaustri og fór í allt að
11 í hviðum, og eins var nokkuð hvasst
í hviðum þann 22. Frá 9-14 var frost að
morgni og kvöldi og fór mest niður í
-5° aðfaranætur 10. og 14. og einnig í
-5° aðfaranótt 30. Á þessu tímabili var
hiti að deginum 3-5°, en frá mánaðar-
byrjun og til 9. var hiti á bilinu 5-7°.
Þann 20. hlýnaði og komst hiti í 10°
dagana 20.-22. og í 7-9° dagana 23.-28.
Sólar naut meira eða minna 4 daga; að
mestu samfelld rigning 3 daga og
skúrir eða lítillega vart úrkomu 18
daga, en að öðru leyti skýjað. Snjór féll
ekki í mánuðinum.
Desember
Austan- og norðaustanáttir ríkjandi
enn sem fyrr og yfirleitt hægar, að und-
anteknum dögunum 15., 19., 21., 24.,
29., og 30, en þá var nokkuð hvasst og
29. voru 10-11 vindstig í hviðum. Það
var nær því logn 9 daga og er það
óvenjulegt í desember. Fyrstu tvo daga
mánaðarins var samfellt frost allan
sólarhringinn, mest 7° að rnorgni 2. og
vægt frost að morgni eða kvöldi dag-
ana 10., 12., 27., og 28. Þann 10. voru
snjóél og varð jörð nær alhvít. Daginn
eftir tók snjóinn upp og var þetta eini
snjórinn sem féll í mánuðinum. Frá 1.-
13. var hitastig lágt, en 14. fór hiti í
rúmlega 10°. Þennan dag var hiti á
Skjaldþingsstöðum 18° og í Reykjavík
12°. Frá 15.-25. var hiti oft á bilinu 7-
8°, en fór síðan lækkandi til mánaðar-
loka. Sólar naut að meira eða minna
leyti 7 daga, rigning öðru hvoru 3 daga,
skúrir eða lítillega vart úrkomu 9 daga,
en að öðru leyti skýjað.
-120-