Goðasteinn - 01.09.1998, Side 125
Goðasteinn 1998
höfðingjaættir og áhrifavald þeirra og
þær héldu mjög fram skyldleika sínum
við Noregskonunga. Þess vegna voru
það stórtíðindi þegar Magnús Erlings-
son, konungur í Noregi, viðurkenndi
árið 1164 að Jón Loftsson væri dóttur-
sonur Magnúsar berfætts, Noregs-
konungs. Var ærið tilefni fyrir Jón að
láta yrkja um sig í Noregskonungatali
og þarf ekki að merkja að hann hafi
litið á sig sem jafningja konunga.
Jón Loftsson var sonur Lofts Sæ-
mundssonar fróða og norskrar konu,
Þóru, sem var viðurkennd sem dóttir
Magnúsar berfætts en við vitum annars
lítið eða ekkert um hana; Jón ólst upp í
Noregi í bæ sem nefndist Konunga-
hella og stóð norðan við Gautelfi þar
hjá sem núna nefnist Kungálv, ekki
langt frá Gautaborg. Þarna mun hann
hafa alist upp til 11 ára aldurs a.m.k.,
til 1135, en fór síðan til Islands með
Lofti föður sínum. I Konungahellu
hafði hann verið hjá fósturforeldrum,
Andreasi presti og Solveigu, konu
hans, og koma þessi nöfn fyrir síðar í
ætt Oddaverja.
Viðurkenning Noregskonungs á
skyldleika við Jón hefur vafalaust orðið
honum til framdráttar í íslenskri pólitík
og íslenskir höfðingjar kepptust um að
mægjast Oddaverjum til að tryggja
afkomendum sínum konungablóð.
Höfðingjarnir Þorvaldur Gissurarson
og Jón Sigmundsson eignuðust Þór-
urnar, dótturdætur Jóns, og dætur Sæ-
mundar Jónsssonar, þær Solveig og
Helga, voru eftirsóttar og yfirleitt allar
konur á þjóðveldisöld (fyrir 1264) sem
komnar voru frá Jóni.
Sæmundur sonur Jóns virðist hafa
verið upp með sér af ættgöfgi sinni
enda fann hann ekki konuefni við hæfi
á Islandi og hafði til athugunar að
mægjast Orkneyjajarli. Konungablóðið
var auðvitað pólitísk verðmæti sem bar
helst að ávaxta vel.
Þegar Páll sonur Sæmundar var í
Noregi, var honum strítt, Björgvinjar-
menn sögðu að „hann myndi ætla að
verða konungur eða jarl yfir Noregi“.6
Þetta hafa menn tekið sem vitni um
hugmyndir Oddaverja um sjálfa sig en
gæta verður þess að Oddaverjar áttu í
deilum við norska kaupmenn. í Noregi
höfðu deilt Baglar og Birkibeinar,
Oddaverjar voru á bandi með Böglum
sem fóru halloka. Kaupmenn leyfðu sér
því að vera herskáir gagnvart Odda-
verjum, ættgöfgi Oddaverja hefur sjálf-
sagt verið kunn Islandskaupmönnum
og kjörið að spotta ættgöfuga and-
stæðinga sem áttu í vök að verjast.
Sennilega er varlegast að leggja ekki
mikið upp úr orðum kaupmanna um
hugmyndir Oddaverja um sjálfa sig.
Sagan af Páli sýnir að veldissól
Oddaverja var tekin að hníga um 1216
og víst er að mesti ljóminn var farinn
af veldi þeirra um 1220. Þetta merkir
að ættgöfgin ein dugði mönnum ekki í
pólitík, meira þurfti til.
Mér finnst ekki einsýnt að Jón
Loftsson hafi gælt við hugmyndir um
að hann væri jafningi konunga. Að vísu
hef ég stundum haldið því fram að nöfn
-123-