Goðasteinn - 01.09.1998, Blaðsíða 126
Goðasteinn 1998
hafi ráðið gerðum fólks í sögunni, bæði
eiginnöfn og örnefni. Menn virkjuðu
Ljósafoss í Soginu til ljósa, fyrst foss-
inn nefndist svo, reistu endurvarpsstöð
á Gagnheiði til að hún kæmi að gagni7
og hvalstöð í Hvalfirði af því að fjörð-
urinn hét þessu nafni. A 17. öld voru
þrír læknar í Kjósinni, allir landsfrægir,
sem læknuðu fólk og sköffuðu meðöl
enda bjuggu þeir undir Meðalfelli. I
Odda hlutu að rísa upp foringjar, odd-
vitar fólksins, og Oddaverji sem var
alinn upp í Konungahellu hlaut að velta
fyrir sér konungstign.
Að gamni slepptu spyr ég næst
hvort Jón Loftsson hafi verið samtíma-
mönnum sínum ígildi konungs. Svar
mitt er að hann hafi verið þeim ígildi
biskups og núna er ég ekki að gera að
gamni rnínu.
Einhvers konar konungshugmynd
kann að hafa verið á sveimi á Islandi á
12. og 13. öld í tengslum við Gissur
biskup. Armann Jakobsson hefur gert
ágæta grein fyrir þessu.8 í Hungurvöku
frá um 1200 segir um Gissur biskup (4.
kap.), „... og var rétt að segja að hann
var bæði konungur og biskup yfir land-
inu, meðan hann lifði“.9 Armann telur
að hér birtist gælur Haukdæla við kon-
ungshugmynd og höfundur Hungur-
vöku geri tilraun til að lýsa Hauk-
dælum sem konungsætt en sú tilraun
mistakist því að foringi þeirra, Gissur
Hallsson, manngersemin sjáll’, svo sem
honum er lýst í Hungurvöku, hafi fallið
í skuggann af Jóni Loftssyni. Armann
telur að konungshugmyndin, sem er
tengd Gissuri biskupi, komi skýrast
fram í Kristnisögu, sem varð líklega
ekki til fyrr en eftir lok þjóðveldis. Þar
verður Gissur rex pacificus, konung-
urinn sem gætir friðarins, að mati Ar-
manns. Gissuri er reyndar ekki líkt við
konung í sögunni en þar segir (13.
kap.), „Gissur biskup friðaði svo vel
landið að þá urðu engar stórdeilur með
höfðingjum en vopnaburður lagðist
mjög niður“.10
Jón Loftsson verður þá friðarkon-
ungur Islands, svo að notað sé orðalag
Armanns. I hverju var þetta hlutverk
fólgið? Við skulum athuga hvað segir í
samtímaheimildum. I Sturlusögu segir
að árið 1170 hafi verið „sem mestar
virðingar Jóns og var þangað skotið
öllum stórmálum sem hann var“. I
tilefni af öðru máli segir í sömu sögu,
„... komu þessi mál öll undir Jón
Loftsson á þingi og réð hann einn sem
hann vildi og skipaði svo að flestum
líkaði vel“. I sömu sögu er Hvamm-
Sturla látinn segja, „... nefni ég fyrst til
þess Jón Loftsson er dýrstur maður er á
landi þessu og allir skjóta sínum
málaferlum til, þá veit ég eigi hvort
annað er nú virðingarvænna en reyna
hvern sóma hann vill minn gera“.11
Jón gerði a.m.k. fjórum sinnum um
mikilvæg mál samkvæmt Sturlungu,
Deildartungumál er frægt, við lausn
þess fann hann upp á að bjóða Snorra
Sturlusyni til fósturs í Odda. Enn meira
mál var þó brennan f Lönguhlíð í Hörg-
árdal. Brandur Hólabiskup kom á sætt-
um nyrðra með því að Jón skyldi gera
um málið. Eyjólfur prestur á Grenj-
aðarstöðum gerði sér lítið fyrir, fór að
-124-