Goðasteinn - 01.09.1998, Side 127
Goðasteinn 1998
Keldum þar sem Jón var sestur í helgan
stein og bað hann ríða til þings og gera
um þetta mál. Jón sagðist ófær til þess,
hefði aldrei átt um slíkt að mæla.
Eyjólfur sagði þá ósýnt hver ætti frekar
að ráða við gerðina og bað hann fyrir
guðs sakir að koma á friði. Jón lét til
leiðast, reið til þings, var falið að koma
á sáttum og lauk upp gerðum á þing-
inu. Hinir seku beygðu sig undir gerð-
ina.12 Sama ár dó Jón. Við verðum að
gera ráð fyrir því að hann hafi gert um
fjölda mála sem ekki urðu fræg og
engar sögur eru um.
Lausn Lönguhlíðarmálsins sýnir
hver staða Jóns var og kemur fram í
sögum að hann hafi verið mestur
höfðingi Islands og vinsælastur, notið
mestrar virðingar, metorð hans hafi
verið mest.13 Hvað merkir þetta? í
hverju var fólgið vald Jóns? Hvernig
og af hverju varð hann sáttasemjari
þjóðarinnar? Var þetta af því að hann
hafði náð svo miklum völdum í
Rangárþingi, og naut álits utan héraðs
þess vegna, eða var hann orðinn
voldugur á landsvísu?
Um 1190 munu Oddaverjar hafa
farið með öll goðorð í Rangárþingi, Jón
með eitt, og synirnir Páll með annað og
Ormur hið þriðja. Þetta var samvirk
forysta og talað er um að Oddaverjar
hafi myndað héraðsríki. Það merkir að
þeir kváðu á um ákveðin landamörk og
lýstu yfir að allir bændur innan þeirra
væru þingmenn þeirra. Þetta merkir
ennfremur að þeir settu niður allar deil-
ur bænda en héldu ekki vorþing nema
eftir geðþótta. M.ö.o., þeir réðu öllu
j sem máli skipti um stjórn innan héraðs
og það var liðin tíð að þrír goðar kærnu
saman á vorþingi til að iltkljá mál í
samráði við stórbændur. Um leið
verður að viðurkenna að við viturn ekki
mikið um það hvað gerðist á vor-
þingum almennt og enn minna um það
hvernig Oddaverjar stjórnuðu í reynd í
Rangárþingi. Páll bjó á Ytra-Skarði og
Ormur á Breiðabólsstað; út frá því hef
ég ályktað að Oddaverjar hafi haft alla
þræði í héraði í sínum höndum og geri
ráð fyrir að Oddi hafi verið miðstöðin,
bæði í tíð Jóns og síðar í tíð Sæmundar,
sonar hans. Eitt er víst, það heyrist ekki
getið urn neinn ófrið í Rangárþingi í tíð
þessara manna sem er öruggt vitni þess
að þeir hafi stjórnað röggsamlega og
sett niður deilur. Engin ástæða er til að
ætla að þeir hafi gert það með silki-
hönskum, Jón mælti einhverju sinni um
Hvamm-Sturlu, „...ef Sturla lætur
drepa einn mann fyrir Páli [Sölvasyni]
að drepa skal ég láta þrjá menn fyrir
Sturlu“.14 Um Pál Jónsson sem goð-
orðsmann í Skarði segir að hann hafi
stutt sína menn vel og verið „stirðlynd-
ur við vonda menn, þjófa og illmenni“
og er borið á brýn að hafa ekki alltaf
sýnt fyllsta jöfnuð. Víst er og að Þor-
steinn í Gunnarsholti, sonur Jóns, var
ekki deigur í manndrápum, samkvæmt
Guðmundar sögu dýra; í Oddaverja-
þætti er honum lýst sem eins konar her-
foringja Jóns, föður síns.15 Ekki er að
efa að Oddaverjar hafi ríkt með góðum
aga og látið drepa menn sem þeir skil-
greindu sem illmenni.
-125-