Goðasteinn - 01.09.1998, Page 128
Goðasteinn 1998
Völd Oddaverja voru þannig óskor-
uð í Rangárþingi en hins vegar er ekki
að sjá að þeir hafi haft mikil völd
annars staðar. Þar sem ekki voru
héraðsríki, mældust völd í fylgi þing-
manna og það hefur jafnan vakið
athygli að Oddaverjar áttu þingmenn
vestur á Mýrum og jafnvel vestur á
Rauðasandi. Kannski skipti slíkt þing-
mannafylgi utan héraðs einhverju máli
í deilum á alþingi en enginn er þess
umkominn að meta það. Ekkert liggur
fyrir um það að Oddaverjar hafi haft
meira þingmannafylgi en Haukdælir
eða Asbirningar. Hið formlega vald
sem Oddaverjar höfðu var einungis
bundið Rangárþingi. Það nægir ekki til
að skýra hið mikla áhrifavald Jóns.
Merkilegt er að Jón skyldi ekki fara
einn með öll goðorðin í Rangárþingi.
Þetta styður með öðru þá ályktun að
goðorðin tvö sem þeir fóru með Páll og
Ormur hafi ekki komist á vald Odda-
verja fyrr en þeir Jónssynir voru komn-
ir vel á legg. Sæmundur fróði taldist
ekki með voldugustu goðorðsmönnum
árið 111816 og Jón mun aðeins hafa
erft eitt goðorð. Er alveg óvíst að hann
hafi haft nema eitt goðorð þegar stjarna
hans tók að skína skært sem sáttasemj-
ara árið 1170. Það er sérstakt að við
vitum ekki hverra manna kona Jóns
var, Halldóra Brandsdóttir, og er það
vísbending um að ættgöfgi hennar hafi
ekki verið mikil. Einnig er sérstakt að
tengdasonur þeirra, sá sem hreppti Sol-
veigu, bjó ekki á meira býli en Þing-
völlum. Sá hét Guðmundur grís og var
goðorðsmaður, að talið er, og faðir
Magnúsar allsherjargoða en fyrirferðar-
lítill var hann og á jaðri valdasvæðis
Haukdæla. Þessi vensl hafa tekist fyrir
1170 og benda ekki til að Jón hafi verið
í mjög miklurn metum.
Ætla má að Jón fari að sanna sig
sem gerðarmaður ekki löngu fyrir
1170. Sé þess gætt að Noregskonungur
viðurkenndi frændsemi hans 1164, má
láta sér detta í hug að hið bláa blóð sé
aðalskýring þess að Jón gerðist svo
virtur sáttasemjari. Eitt og sér hefur
það þó ekki nægt, Jón reyndist sleipur
samningamaður og gerðardómari og
það verður að rekja til persónulegra
eiginleika. Samkvæmt lýsingu Odda-
verjaþáttar var hann enginn meðaljón:
I þann tíma réð Jón Loftsson
fyrir Odda, sá er þá var mestur
höfðingi á Islandi. Hann var
goðorðsmaður. Hann var hinn
vísasti maður á klerkligar listir,
þær sem hann hafði numið af
sínum foreldrum. Hann var djákn
að vígslu, raddmaður mikill í
heilagri kirkju. Lagði hann og
mikinn hug á að þær kirkjur væru
sem best setnar er hann hafði for-
ræði yfir, að öllum hlutum. Fullur
var hann af flestum íþróttum,
þeim er mönnum voru tíðar í
þann tíma. Metnaðarmaður var
hann svo mikill og kappsamur að
varla varð meiri því að hann vildi
fyrir engum vægja eða af því láta
sem hann tók upp. ... Jón var
mjög fenginn fyrir kvennaást því
-126