Goðasteinn - 01.09.1998, Page 149
Goðasteinn 1998
Réttin hálf fylltist af vikri í Heklu-
gosinu 1947 og því ekki notuð eftir
það.
Daltangi takmarkast af Eystri-Rangá
og Valá sem rennur úr Austurdal eftir
Stóra-Valagili niður í Rangá. Hlíðar
Austurdals heita Suður- og Norðurhlíð-
ar. Fláar eru meðfram Valá, sunnan
Stóra-Valagils. Upp með Stóra-Valagili
norðan þess, liggur Valatunga. Norðan
við Valatungu er Litla-Valagil. Brekk-
urnar frá Litla-Valagili vestur að Rauð-
öldu heita Dalbrekkur. Neðan þeirra er
Lambadalur sem var grasi vaxinn fyrir
gos en hann skemmdist mikið af vikri
eftir Heklugosið 1947. Mynduðust þar
stórir grafskurðir og rof. Munu þær
skemmdir seint hverfa.
Förum þá upp Valatungu, upp á brún
og blasir þá Austurdalurinn við sem
nær upp að Tindfjallajökli. Valafell er
neðst í dalnum upp af upptökum Stóra-
Valagils. A norðurbrún Austurdals
vestan til við miðjan dal er allstór
hnúkur sem heitir Valahnúkur. Austur-
dalur er nokkuð vel gróinn í botninn en
hefur þó ekki náð sér til fulls eftir
Heklugosið 1947. Austurdalsbotn heitir
innsti hluti dalsins.
Fjallabaksleið frá Hafrafelli
inn fyrir Langvíuhraun
Hverfum þá aftur vestur fyrir Rangá.
Upp af Hrossadölum tekur við Lang-
víuhraun, sem er talið u.þ.b. 2000 ára
og er komið innan af Torfajökuls-
svæðinu. Til vinstri eru Vatnafjöll,
langur fjallshryggur sem liggur til
norðausturs. Skammt suður af Vatna-
fjöllum á vesturbrún Langvíuhrauns er
lítið kollótt fell sem heitir Gráfell og
stendur þar eitt og sér. Þegar komið er
nokkuð inn í Langvíuhraun er komið að
vegslóða til vinstri handar í áttina að
Vatnafjöllum. Liggur hann inn með
Vatnafjöllum og austan við Heklu inn á
Fjallabaksleið nyrðri. Skömmu eftir
gatnamótin er komið að Pálu en það
nafn hefur áveitukvíslin úr Rangá
fengið eftir Páli heitnum Sveinssyni
landgræðslustjóra, en hann stóð fyrir
gerð áveitu úr Rangá árið 1971. Þegar
komið er innar í Langvíuhraun blasir
við okkur drjúgan spöl norðan við veg-
inn einstakt fjall, með sléttri klöpp á
efstu brúnum sem segir okkur, að sögn
jarðfræðinga, að fjallið hafi myndast
við gos undir jökli. Fjall þetta heitir
Hellufjall og er gróðurlaust með öllu.
Sunnan Rangár meðfram Langvíu-
hrauni eru Dalöldur, sem voru töluvert
grónar fyrir Heklugosið 1947. Vikur-
lagið sem lagðist yfir þær var talið 45
cm þykkt að meðallagi. Á Dalöldum
var nokkur gróður sem allur fór undir
vikur, má þar nefna Litlu-Blesamýri en
hún er þar sem fer að halla norðaustur
af öldunum. Þegar komið er yfir Dal-
öldur er komið á Blesamýri. Þar hefur
gróður náð sér nokkuð aftur eftir
Heklugosið 1947. Rétt innan við Blesa-
mýri er alldjúpt gil sem heitir Blesárgil.
Neðarlega í því er Blesárból. Þar var
oft gist í aukaleitum, þ.e. 3. og 4. leit. I
Blesárgilið renna nokkrar smákvíslar
sem sameinast síðan í einn farveg og
renna að lokum í Eystri-Rangá. Tveir
nokkuð háir fossar blasa þarna við
-147-