Goðasteinn - 01.09.1998, Page 156
Goðasteinn 1998
norðan Laufafell, þar sem það rennur
nú milli Ljósártungna og Laufafells.
Hverfum þá aftur að suðvesturhorni
Laufafells og höldum áfram Fjalla-
baksleið syðri. Þegar sér fyrir hornið á
Laufafelli sést fljótlega í Laufavatn
sunnan undir fellinu, og er nokkur
gróður þar við vatnið. Suðaustan við
vatnið verður hraunið stórbrotnara með
háum hraunhólum eða strýtum en slétt
á milli þeirra. Á hægri hönd rís allhátt
fjall, Hagafell, með mosagróðri að
norðan og nokkur gróður er í suður-
hlíðum fellsins. Hagafellsgil er milli
Hagafells og norðurenda Faxa.
Norðan við Laufahraun förurn við
yfir dálítinn læk, Laufalæk sem er af-
rennsli Laufavatns og síðar bætist við
Hagafellskvísl en hún rennur meðfram
Hagafelli að norðvestan.
Austur af Laufafelli við Markarfljót
er örlítið undirlendi sem nefnist
Hvannstóð. Uppi á brúninni á móts við
Hvannstóðið er nokkuð áberandi
hraunbrún, nafnlaus. Lengra inn með
Fljótinu er Litla-Hvannstóð. Engin er
þar hvönnin í hvorugu Hvannstóðinu
en hefur ef til vill einhvern tíma verið.
Þegar ekið hefur verið nokkurn spöl
eftir Laufalæk norðan undir Hagafelli
er komið að Hagafellsrana, liggur
leiðin yfir hann og hallar þá fljótlega
austur af í áttina að Markarfljóti. Þegar
komið er niður brekkuna er farið yfir
Laufalæk sem rennur þar í Fljótið
nokkru neðar. Þar er hár og gildur mó-
bergshnaus milli norðurenda Faxa og
Markarfljóts sem nefndur er Standur
eða Standurinn. í gilskorningi vestan
við Standinn var lítill skúti, nú niður-
fallinn. Þar var stundum gist í seinni
leitum. Þegar komið er yfir Markarfljót
er komið í Ljósártangann sem er á milli
Markarfljóts og Ljósár. Hér áður fyrr
var sá hluti afréttarins sem er vestan
Markarfljóts nefndur Laufaleitir. Það
nafn hefur nú færst yfir á allan afrétt-
inn.
Ljósá kemur að meiri hluta ofan úr
Jökulgili en rennur eftir Ljósárgili sem
liggur til austurs samhliða Jökultung-
um. Upp af Jökulgili er hár tindur,
Háskerðingur 1278 m, mikill útsýnis-
staður. Ljósárgilið skiptir Ljósártung-
um og Jökultungum. Ljósártungur vest-
an við gilið eða gljúfrið ná á móts við
norðvesturhorn Laufafells. Þar er nokk-
uð stór foss í Markarfljóti, nafnlaus.
Á móts við fossinn, sunnan við
Markarfljót, er dálítill hvammur
gróðurlaus og grýttur. I honum er all-
stór klettur, við hann er hlaðið byrgi úr
hraungrjóti sem Guðmundur
Kjartansson jarðfræðingur mun hafa
hlaðið sér til skjóls og gist í er hann var
við jarðfræðirannsóknir á
Torfajökulssvæðinu.
Þegar ekið hefur verið yfir Ljósá er
farið yfir litla grasflöt nafnlausa og upp
sandbrekku og er þá komið á Launfit-
arsand. Niður af Launfitarsandi með-
fram Markarfljóti er allstór grasfit,
Launfit. Launfit er talin vera gamall
vatnsbotn, afrennsli þess síðan grafið
Fljótsgilið á milli Faxa og Sátu. Á
Launfit höfðu Skaftfellingar gjarnan
náttstað er þeir ráku fé til slátrunar um
Fjallabaksleið syðri og fóru efri leiðina
-154-