Goðasteinn - 01.09.1998, Blaðsíða 162
Goðasteinn 1998
Reiðleiðin frá Hvanngili í Strút
I miðju Hvanngili við vesturhlíðina
er malarhryggur sem nær niður á sléttu.
A honum er lítil kofarúst, Gamli kofi,
saman sigin svo að ekki er hægt að
komast þar inn, hefur þó ekki hrunið. í
Hvanngili getur verið veðrasamt og þá
sérstaklega hnútótt. Til marks um það
er hér greint frá atviki sem kom þar
fyrir á seinni hluta 19. aldar. Fjallmenn
voru að búa sig af stað. Skipti þá
engum togum að einn fjallmanna sem
var að leggja reiðing á hest sinn tókst á
loft með klyfberann í höndunum en
kom niður án þess að slys hlytist af.
Þessi maður var Jóhann Jónsson bóndi
í Koti á Rangárvöllum f. 1860 - d.
1940. Afram höldum við inn í Hvann-
gilsbotn, hestagatan liggur upp úr
Hvanngili norðan í Hvanngilshnausum.
Röðullinn er á vinstri hönd frá Ofæru-
höfða og Hvanngilsbotni austur undir
Sléttafell sem er skammt suðaustur af
Útigönguhöfða. Sunnan við hestagöt-
una þegar komið er austur fyrir Röðul
er Einstígsfjall, nær það suður að
Kaldaklofskvísl. Syðst í Kaldaklofi
þegar komið er austur fyrir kvíslarnar á
lágri sandbungu stendur upp þunn
móbergshella ca. 2 m á hæð við hesta-
götuna, sem kölluð er Hellan. Kalda-
klof er alllangur dalur upp að Torfa-
jökulsfjöllunum. Austan við Kaldaklof
eru Strútsöldur. Innst í Kaldaklofi í
norðvesturhorni þess er djúpt gil sem
Mangagil heitir upp í Torfajökulsfjöll-
in, einnig oft nefnd Kaldaklofs-
fjöllin. Strútsöldur skiptast í þrjú
svæði, Efstu-, Mið- og Neðstugöngu.
Allnokkurt svæði tilheyrir hverri
göngu.
Hverfum þá aftur út að Hellunni.
Þaðan liggur leiðin austur með Strúts-
öldum nokkuð neðan þeirra. Skammt
austan við Helluna er mjög blautur
sandur, en hann þornar er austar kemur.
Farið er um hvilft inn í Strútsöldur seni
kallað er Svartaklof. Þar er á vinstri
hönd alda sem kölluð er Skiptingaalda,
austan við hana er alldjúpt gil sem gen-
gur upp í öldurnar, heitir það Hrútagil.
Upp af Hrútagili er áberandi fjalls-
hnúkur, er heitir Sandfell. Framundan
er alllöng sandalda frá Mælifelli og
upp að Strútsöldum sem heitir Veður-
háls. Austan við hann er Strúturinn eða
Meyjarstrútur, áberandi hár í landslag-
inu, 968 m. Norður úr Strútnum vestar-
lega gengur sandalda sem Skófluklif
heitir. Hestagatan liggur yfir það.
Norður og austur af Strútnum er landið
sundur skorið af giljum og heitir þetta
svæði Krókagilin. Austur af Strútnum
er Svartafell. Milli Strúts og Svartafells
eru Strútsver. Þar var byggð rétt 1918
en hún fylltist af ösku í Kötlugosinu
sama haust. Strútsgil eru inn af Strúts-
verum.
Norðaustan við Svartafell eru
Hólmsárbotnar. Þar var áður náttstaður
Rangvellinga. Lítill grasbali var þar oft
vel loðinn en beist fljótt upp af hestum
fjallmanna. Neðan við hann var rétt,
þar sem kindur þær sem fundust á
þessu svæði voru geymdar yfir nóttina.
Vestan við réttina og aðeins neðar er
Hólmsárbotnalaug með ca. 70-80°
heitu vatni, fljótlegt að laga kaffi þar.
-160-