Goðasteinn - 01.09.1998, Side 166
Goðasteinn 1998
fyrir löngu úr Holtunum, ég held til
Hafnarfjarðar.
Allt voru þetta afbragðs félagar og
samkomulag gott.
„Hestarnir eru að fara!“
Þessi ferð varð mér minnisstæðari
en flestar mínar fjallferðir, þó ekkert
eiginlega sögulegt kæmi fyrir. Hinrik
sá fyrir því. I þessari ferð var minna
sofið en í öðrum fjallferðurn sem ég
hef farið. Hinrik sá um það.
Fyrstu nóttina vorum við eins og
venjulega í Afangagili. Landmenn í
kofanum, við fimm Holtamennirnir í
tjaldi. Við lögðumst til svefns seint um
kvöldið, eftir skraf og söng. Mikið var
sungið í ferðinni, sumir sungu mikið og
ég held vel, og allir eitthvað nema ég,
en ég hlustaði. Við vorum um það bil
að sofna, sumir víst sofnaðir, þá þýtur
Hinrik upp og þrumar: „Hestarnir eru
að fara.“
Allir þjóta upp og út, þar er þá allt
með kyrrum kjörum, enginn hestur
hafði hreyft sig.
„Ég verð að láta Landmenn vita,“
segir Hinrik og hleypur í átt til kofans
og hrópar: „Hestarnir eru að fara.“
Þeir þurftu ekki meira með, góðir
fjallmenn vilja ekki tapa frá sér hest-
um. Aftur færðist ró yfir mannskapinn
en ekki stóð sú ró lengi. Enn þaut
Hinrik upp og vakti þá sem sofnaðir
voru.
Nú sáu menn að ekki þýddi að
hugsa meira um svefn þessa nótt.
Kveikt var á prímus, kaffi hitað og
drukkið. Á þessum árum var venja í
annarri leit að þrír menn voru skildir
eftir við Hellinn en sjö fóru austur í
Laugar. Hellismenn áttu fyrst og fremst
að smala Austur- og Vestur-Reykjadali.
Á næstu árum var þessu breytt og allir
fóru austur í Laugar.
I þetta sinn urðum við eftir við Hell-
inn, Gunnar í Köldukinn og var hann
yfirmaður, Jón á Botnum og ég. Mig
langaði í Laugarnar en lét ekki á því
bera. Pabbi hafði alltaf farið í Jökulgil
meðan hann fór á fjall og Gummi bróð-
ir var fimm sinnum búinn að fara á fjall
og alltaf í Laugarnar.
Kraftamaður
Næstu tvær nætur vorum við þrír
einir við Hellinn og sváfum ágætlega,
en Laugamenn urðu yfirleitt að láta sér
nægja fuglsblund, Hinrik sá um það.
Hinrik var stór og samanrekinn en ekki
feitur. Bæði hann og aðrir sem til
þekktu töldu hann mjög sterkan. Hann
vakti athygli hvar sem hann fór, svo
var hann mikill á velli. Röddin var
mikil og beitt sérkennilega. Svipbrigð-
in þegar hann talaði voru með fádæm-
um, hvessti augun, beit á jaxlinn og
setti í brýrnar, hækkaði röddina og var
stóryrtur, en þegar minnst varði brosti
hann breitt og lækkaði róminn eins og
hann væri að tala um fyrir hræddu
barni. Einn sonur hans hét Þórarinn.
Það var fjörmikill strákur og eins og
heilbrigðum börnum er eðlilegt lét
hann stundum illa. Einhvern tíma þótti
Hinriki nóg um ærslin og segir honum
til syndanna með þrumurödd og
mælsku. Strákur verður hræddur og fer
-164-