Goðasteinn - 01.09.1998, Síða 169
Goðasteinn 1998
að yrði breytt í þeirra búskap. Á Galta-
læk bjuggu þá Margrét Jónsdóttir og
seinni maður hennar Finnbogi Krist-
óí'ersson frá Vindási. Finnbogi var létt-
ur í máli og viðfeldinn, Margrét var
víst ágæt líka, en færri munu hafa
kynnst henni. Fjórar dætur átti Margrét,
tvær með hvorum Finnboganum. Ein
var farin að heiman á þessum árum,
hana þekkti ég ekki, þær yngri voru
eitthvað lítið yngri en ég, myndarlegar
og vel gefnar, en að ég held undir of
miklu eftirliti móðurinnar. Jóna var
nokkrum árum eldri en hinar systurnar
tvær, hún var af fyrra hjónabandi
Margrétar, Finnbogadóttir eins og þær,
því báðir menn Margrétar hétu Finn-
bogi. Jóna finnst mér að hafi verið ein
laglegasta og myndarlegasta stúlka sem
ég hefi séð, þýð og þægileg í fram-
komu, en mjög hlédræg og átti við ein-
hverja heilsuveilu að búa alla sína æfi.
Mér fannst hana aðeins vanta vængina
til að vera alvöru engill. Hún bar á borð
fyrir okkur ijallmenn í þetta sinn.
Þá var enn talin sjálfsögð kurteisi að
heilsa og kveðja með handabandi þegar
fólk hittist, en aflagður var sá gamli
siður að heilsast og kveðjast með kossi.
Hinrik varð okkar síðastur til að heilsa
Jónu. Þá voru allir bollarnir komnir á
borðið, og hann við annan enda borðs-
ins, hún við hinn. Ekki tókst nú betur
til hjá honum en svo að þremur bollum
velti hann með jakkaerminni út af
undirskálunum. Enginn brotnaði, en
við seni ætluðum að vera kurteisir og
stilltir urðum eins og fyrri daginn vit-
lausir af hlátri, og nú kom eitt tann-
pínukastið með sínum venjulegu til-
þrifum, svo erfitt var fyrir okkur hina
að koma kaffinu niður, því viljandi eða
óviljandi lét hann eins og trúður. Við
sem rákum féð vorum töluvert á undan
Hinriki og öðrum hestamönnum frá
Galtalæk.
Allt í einu drynur í Hinriki svo berg-
málar í fjöllunum. „Hana, nú er hún
farin“; það var tannpínan.
Við þurftum víst allir félagarnir
góðan svefn, þegar heim kom, og
Hinrik mun hafa sofið samfleytt í tvo
heila sólarhringa án þess að rumska.
-167-