Goðasteinn - 01.09.1998, Page 173
Goðasteinn 1998
Smalarí Gásagusti bíða afsér óveður. F.v. Sveinn Tyrfingsson, Ingólfur, Sigurður
í Kastalabrekku, Arnar Jónsson Herru, Valgarð í Króki.
Mynd: Guðrún
fórum við í Vonarskarð, en það var nú
mest fyrir forvitni. Við snerum við, því
framundan virtist bara vera forarbleyta
og svo var myrkrið að skella á. Okkur
gekk vel að komast niður úr aftur, en
komum í Gásagust í svarta myrkri. Það
leit illa út með veður daginn eftir, kom-
ið norðvestan hvassviðri þegar við
komum í Gásagust, og svo herti veðrið
um nóttina og kyngdi niður snjó fram á
næsta dag, sem var 3. okt.
3. október
Um morguninn var allt hvítt af snjó
og suðvestan éljagangur, mikill snjór
kominn á jörð. Þennan dag lágum við
alveg en reyndum að laga húsið eins og
við gátum, við smíðuðum aðra hurð
sem við settum að innanverðu, þá stór-
lagaðist hitinn í húsinu. Svo smíðuðum
við líka eldhúsborð og eitthvað fleira
var lagfært. Við settum upp stalla í
Kjartansdóttir.
hesthúsinu en það byggðum við fyrir
tveimur árum eða svo. Okkur hafði
aldrei unnist tími til að gera það. Það
var gott að vinna í hesthúsinu, þar var
hlýtt og notalegt, hestunum leið vel
þarna, og alltaf þegar hestunum líður
vel og öðrum skepum hvar sem er, líð-
ur öllum mönnunum vel hvar sem þeir
eru staddir.
Við urðum að teyma hestana í vatn-
ið þó veðrið væri vont. Það var virki-
legt illveður allan daginn en eitthvað
fór að rofa til um kvöldið svo það leit
strax betur út með morgundaginn.
4. október
Norðaustan skafrenningur var en
bjart og útlit fyrir batnandi veður, svo
það var ákveðið að komast í Illugaver
þennan dag, og það gerðum við. Þegar
kom fram á daginn gerði besta veður
en kominn mikill snjór, öll gil og rásir
-171-