Goðasteinn - 01.09.1998, Page 176
Goðasteinn 1998
Köldukvísl, því oftast er það svo að féð
sem verður eftir, leitar niður að ám eða
kvíslum þegar harðnar á dalnum, því
þar er helst einhvern gróður að finna.
Við höfðum miklar áhyggjur af Sveini
og hans fólki, að þeim gengi erfiðlega
að komast áfram. En fyrst var að koma
sjálfum sér áfram, þetta mjakaðist allt
saman og niður að Klyfshagavallakvísl
komumst við. Þar er gríðarmikið
graslendi sem við gátum leitað vel en
fundum ekkerl fé sem betur fór. Við
sáum ekki að hægt væri að reka fé í
þessu færi en heldur fannst okkur
snjórinn fara minnkandi eftir því sem
framar dró.
Níí áttum við eftir að koma okkur
norður í Hvanngiljahús. Eitthvað var
Klifshagavallakvíslin leiðinleg en þó
mun skárri en Illugaversósinn. Við
fórum fyrir norðaustan Búðarháls.
Mikið rok og skafrenningur var norðan
við hálsinn en þarna er hefluð slóð sem
Sigurjón Rist gerði og fórum við eftir
henni. Sigurjón lét hefla þessa slóð og
setti svo stikur með leiðinni, en þær
voru margar fallnar þegar þetta var og
töluðum við um að mikil þörf væri á að
fara næsta sumar og reisa þessar stikur
við. Við sáum núna hvað það er mikils
virði að hafa þær uppistandandi. Ekkert
varð úr að við gerðum það sumarið
eftir.
Jæja, þetta hafðist allt og gekk okk-
ur sæmilega norður að Hvanngiljakvísl,
en það fyrsta sem við sáum þar var að
Sveinn og félagar hans eru komnir
þangað og bfllinn fastur í kvíslinni. Is-
inn hafði brotnað undan bílnum en
kerran var uppi á skörinni og hélt bíln-
um alveg föstum svo honurn var ekki
haggað nema með því að ná kerrunni
frá bílnum. Ekki voru aðstæðurnar
góðar og klofvatn allt í kring um
bflinn. Við töluðum við þá og sögðust
þeir hafa fest sig á leiðinni niður úr, en
þetta væri það versta. Ég sagði þeim að
við mundum fara niður í hús, en ég
mundi senda Arnar til þeirra. Við kom-
um hestunum í hús og Arnar hentist
strax til þeirra, en þetta var bara 6 - 700
metra frá húsinu. Við Sigurður fórum
að gefa hestunum og fénu.
Mér er það minnisstætt hversu nota-
legt það var að komast í hús úr þessum
stormbeljanda og skafrenningi. Það
getur enginn fundið nema sá sem reyn-
ir. Við vorum fegnir að hafa svona stórt
og gott hesthús, ég held það hafi ekkert
skafið inn í það. Veðrið var greinilega
að ganga niður og auðsjáanlega mun
minni snjór þarna en á leið okkar um
daginn. Við gáfum okkur góðan tíma til
að ganga frá skepnunum, bárum inn
snjó og settum í stallana.
Ekki komu hinir enn, við vorum að
spá í það hvort við ættum að fara til
þeirra en sáum ekki að við gætum gert
neitt, svo við vorum bara rólegir.
Loksins heyrðum við að þeir voru
að koma. Þeir voru illa verkaðir, klof-
blautir og kaldir. Við reyndum strax að
ná hitunartækjunum úr bílnum til að
hita upp húsið okkar og til að hlýja
strákunum. Ekki máttum við láta þá
forkelast. Við vorum mikið fegnir að
vera komnir þetta áleiðis og okkur leið
vel þarna í húsinu. Við spurðum Svein
-174-