Goðasteinn - 01.09.1998, Page 191
Goðasteinn 1998
athuganir hafa verið í Versölum í júlí
og ágúst frá því árið 1990. Frá árinu
1990 hafa einnig verið seld stanga-
veiðileyfi í Kvíslaveitu. Einnig er flug-
völlur á staðnum.
I leitarmannahúsinu á Þóristungum
hefur verið selt svefnpokapláss undan-
farin ár, aðallega fyrir hestahópa.
Hálendismiðstöðin Hrauneyjar var
opnuð í lok árs 1994, hún stendur
skammt sunnan við Hrauneyjafoss-
virkjun. Þar er rekinn veitinga- og
gististaður með rúm fyrir 74 manns.
Þar eru seld veiðileyfi í Köldukvísl og
Þórisvatn.
Sumarið 1996 var aðstaða fyrir
hestamenn á afréttinum bætt en þá voru
girt hestagerði á Klifshagavöllum, við
Háumýrar og í Nýjadal. Um leið er
þetta aðferð til að stjórna því hvar á af-
réttinum umferð hestamanna er.
Ferðaþjónusta á Holtamannaafrétti
hefur því bæði byggst upp samfara
aukinni eftirspurn eins og í Nýjadal og
einnig vegna ævintýramennsku rekstr-
araðilanna eins og í Versölum, en næg
eftirspurn reyndist svo vera eftir þess-
ari þjónustu. Það er þó breytilegt milli
ára hversu margir leggja leið sína á
þetta svæði á hverju sumri.
/
Aætlunar- og hópferðir um
Sprengisand
Hverjir eru það sem ferðast um
Holtamannaafrétt eða yfir Sprengisand
og hvernig ferðamáta velja þeir? Bæði
íslenskir og erlendir ferðamenn leggja
leið sína á þessar slóðir. Fólk ferðast
ýmist í rútum, og þá með áætlunarferð-
um eða hópferðum, á einkabílum,
hjólum, gangandi, eða á hestum. Þessir
hópar fólks eru á ferðinni í júlí og
ágúst. Einnig koma veiðimenn til að
veiða í afréttarvötnum.
Tvö fyrirtæki eru með áætlunarferð-
ir yfir Sprengisand. Þetta eru Norður-
leið Landleiðir hf. og Ferðaskrifstofa
Guðmundar Jónassonar ehf. Þó nokkrar
ferðaskrifstofur bjóða upp á skipu-
lagðar hópferðir þar sem meðal annars
er farið yfir Sprengisand.
Ferðamönnum sem koma til lands-
ins hefur fjölgað, meira framboð er
orðið á ferðum og afþreyingu. Samfara
þessu hefur ferðamannatíminn á Holta-
mannaafrétti og í nágrenni hans smám
saman verið að lengjast meðal annars
vegna þess að samgöngur að vetri til
eru orðnar auðveldari en áður. Lands-
virkjun þarf að hafa veginn upp að
Hrauneyjafossvirkjun opinn á veturna
og því er hann mokaður ef með þarf.
Þetta hefur svo leitt til þess að um
helgar eftir áramót getur verið talsverð
umferð jeppa- og vélsleðamanna á
þessum slóðum. Einnig er byrjað að
fara með erlenda ferðamenn í svo
kallaðar hvataferðir og aðrar ævin-
týraferðir í Landmannalaugar að vetri
til og er þá ýmist farið á jeppum eða
vélsleðum. Þetta hefur komið ferða-
þjónustu í nágrenni Holtamannaafréttar
til góða því opið er um helgar eftir
áramót í Hálendismiðstöðinni Hraun-
eyjum, nokkuð er um að fólk gisti í
Landmannalaugum og veiðihúsin í
Veiðivötnum eru einnig leigð út að
vetri til.
/
Ahrif virkjana á ferðamennsku
Áður en ráðist er í gerð virkjunar er
aðgengi að virkjunarsvæðinu bætt.
Þessar samgöngubætur koma atvinnu-
greinum eins og ferðaþjónustu að
góðum notum og opna í sumum tilfell-
um aðgengi að stöðum sem áður voru
ferðamönnum óþekktir. Bættar sam-
göngur hafa einnig átt sinn þátt í því að
lengja ferðamannatímann. Það var gerð
-189-
L