Goðasteinn - 01.09.1998, Page 209
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
Sveitarfélög
Umhverfisverðlaun 1997
Arið 1997 fegnu eftirtaldir umhverfis-
verðlaun í Hvolhreppi: Sigurveig Jóna Þor-
bergsdóttir og Kristján Hálfdánarson,
Króktúni 7, Gerður Oskarsdóttir og Sigþór
Jónsson, Hjarðartúni og Leikskólinn Örk.
Félagsþjónusta
Starfið á Leikskólanum Örk gekk vel
eins og undanfarin ár. Bergljót Hermunds-
dóttir, leikskólastjóri sagði starfi sínu lausu
á miðju ári og í haust tók Gyða Óladóttir,
leikskólakennari við starfi leikskólastjóra.
Leikskólinn hefur verið vel sóttur af börn-
um úr hreppnum og nágrannasveitar-
félögum.
Önnur félagsþjónusta svo sem heimil-
ishjálp o.fl. hefur farið í vöxt síðustu ár.
Barnaverndarnefnd er sameiginleg með
sveitarfélögunum í austurhluta sýslunnar.
Félagsmiðstöðin Tvisturinn starfaði
eins og undanfarin ár. Ásta Halla Ólafs-
dóttir var ráðin forstöðumaður félagsmið-
stöðvarinnar. Starfsemi félagsmiðstöðv-
arinnar var að mestu með hefðbundnum
hætti. Nýr salur á lofti félagsmiðstöðv-
arinnar var tekinn í notkun og tækjakostur
stöðvarinnar hefur verið endurnýjaður að
hluta. Aðsókn hefur verið góð að félags-
miðstöðinni.
Rekstur Hvolsskóla, Tónlistarskólans
og Skólaskjólsins var með hefðbundnu
sniði.
Njálusýning á Hvolsvelli
Þann 20. júní sl. var opnuð Njálusýning
á Hvolsvelli í húsakynnum Félags-
j miðstöðvarinnar. Uppsetning sýningarinn-
j ar tókst mjög vel þó verkefnið sé í eðli
sínu erfitt og vandmeðfarið. Sýningin er
hluti af átaksverkefni í ferðamálum sem öll
j sveitarfélög í Rangárvallasýslu austan
j Eystri-Rangár standa að. Verkefnið hefur
notið fjárstuðnings frá Alþingi, iðnaðar-
ráðuneyti, Byggðastofnun og fleiri aðilum.
Aðsókn að sýningunni í sumar var mjög
j góð en um 5000 gestir heimsóttu sýning-
! una. Húsnæði Félagsmiðstöðvarinnar var
fengið að láni til bráðabirgða en á haust-
dögum keypti Hvolhreppur húsnæði þar
j sem sýningin fær inni til frambúðar.
Sælubúið ehf. sá um rekstur sýningarinnar.
Að lokum
Allmikið var um menningarviðburði á
árinu, tónleika, leiksýningar, íþróttamót og
samkomur af ýmsu tagi. Ekki er annað
vitað en rekstur fyrirtækja hafi almennt
gengið vel og sumum þeirra hefur gengið
mjög vel. Eins og áður sagði hefur at-
vinnuástand verið gott, en það er ásamt
góðri félagslegri þjónustu og fleiri þáttum
forsenda fyrir því að fólki líði vel á staðn-
um.
Agúst Ingi Olafsson, sveitarstjóri
Rangárvallahreppur - Hella
70 ára byggðarafmæli
í desember 1997 töldust íbúar Rang-
árvallahrepps vera 792 og hafði fækkað
um 6 frá árinu áður. Rúmlega 600 íbúar
voru í þéttbýlinu á Hellu. Það sem var
sérstakt við árið 1997, sameiginlega fyrir
íbúa Rangárvallahrepps, var sú staðreynd
að á árinu voru 70 ár liðin frá því að fyrsta
húsið var reist á Hellu. Það gerði Þorsteinn
Björnsson sem kallaður hefur verið „land-
námsmaður“ á Hellu og ákvað hrepps-
nefndin að minnast þessara tímamóta
sérstaklega á byggðarafmælinu. Skipuð var
afmælisnefnd til þess að annast dagskrá og
viðburði vegna þessa. Hana skipuðu eftir-
taldir: Óli Már Aronsson, formaður,
-207-