Goðasteinn - 01.09.1998, Síða 216
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
Sveitarfélög
I Fella- og Hólakirkju við upptöku á lögum
Ingibjargar í Bjálmholti. Spáð í spilin. Frá v.
Sigurður Rúnar Jónsson hljómlistarmaður,
Ingibjörg Sigurðardóttir lagahöfundur og
Sigurveig Hjaltested söngkona.
- Mynd: Jón Þórðarson.
Hreinlætis og umhverfismál
I framhaldi af niðurstöðum verkefnisins
„Hreint Suðurland“ hafði sveitarfélagið
milligöngu um kaup á rotþróm fyrir þá
staði þar sent talið var að úrbóta væri þörf.
Undirtektir voru mjög góðar og tóku nær
allir, sem málið varðaði, þátt í verkefninu.
Á þremur bújörðum hafa verið gerðir
samningar við Skógrækt ríkisins um rækt-
un nytjaskóga, samanlagt er þar unt að
ræða 270 ha lands, sem tekið er til verk-
efnisins. Jarðirnar eru Þjóðólfshagi I,
Mykjunes og Þverlækur.
Gert var deiliskipulag að 14 sumar-
húsalóðum í landi Köldukinnar.
Félagsmál og samkomur
Félagsstarf í sveitinni var á árinu með
venjubundnum hætti og allfjölbreytt að
vanda. Laugaland fékk í heimsókn ýmsa
góða gesti, má þar nefna Sólstöðuhópinn,
sem hélt árshátíð sína á staðnum, eins og
síðustu ár með fyrirgreiðslu sumar-
hótelsins, svo og árshátíð hesta-
mannafélagsins Geysis, sem að
þessu sinni var haldin á Laugalandi.
Það er ánægjulegt til þess að vita,
hvað söng- og tónlistarstarf er öflugt
hér í héraðinu unt þessar mundir.
Samkór Rangæinga, Karlakór
Rangæinga og Kvennakórinn Ljós-
brá héldu sameiginlega tónleika á
Laugalandi.
Sinfóníuhljómsveit Islands kom í
heimsókn með milligöngu Tón-
listarskóla Rangæinga. Tveir nem-
endur tónlistarskólans, þau Guðríður
Júlíusdóttir og Jón Smári Lárusson
sungu einsöng nteð hljómsveitinni
og barnalúðrasveit skólans lék. Sam-
koman var fjölsótt og tónleikarnir
kærkomið innlegg í menningarlíf
byggðarlagsins.
Hinn 22. nóvember voru haldnir á
Laugalandi tónleikar í tilefni af út-
komu geisladisks með lögum Ingi-
bjargar Sigurðardóttur í Bjálmholti. Ingi-
björg, sem nú er komin á efri ár, hefur allt
frá barnæsku fengist við lagasmíð og þykja
lög hennar einkar hljómþýð og hugljúf.
Jón Þórðarson, Fosshólum sá um útgáfu
geisladisksins og nótnaheftis með lögum
Ingibjargar, sent kom út samtímis. Lögin á
hljómdisknunt eru alls 36 í flutningi ein-
söngvara, kóra og sönghópa. Á tónleikun-
urn mættu margir þeirra og kynntu flutning
sinn. Má þar nefna Signýju Sæmundsdótt-
ur og Loft Erlingsson.
Við þetta tækifæri var tekinn í notkun
nýr konsertflygill, sem keyptur var til
staðarins, og er að mati tónlistarfólks hinn
ágætasti gripur. Agnes Löve, skólastjóri
Tónlistarskóla Rangæinga, vígði hljóð-
færið með leik sínum.
Hermann Sigurjónsson
-214-