Goðasteinn - 01.09.1998, Side 218
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
Sveitarfélög
Djúpárhreppur
íbúar í Djúpárhreppi voru 225 þann 1.
des. 1997, 121 karl og 104 konur. Þar af
voru 35 börn á grunnskólaaldri og 20
yngri, 67 ára og eldri voru 30. Ibúum
fækkaði um 16 frá fyrra ári.
Skótamál
25 nemendur voru skráðir í Grunnskóla
Djúpárhrepps á haustönn 1997 í 1.-7. bekk.
8 nemendur hófu nám í Helluskóla, í 5.-10.
bekk. Skólastjóri Grunnskóla Djúpár-
hrepps er eins og áður Una Sölvadóttir.
í leikskóla Djúpárhrepps sem rekinn er
innan veggja grunnskólans eru 19 börn,
þar af 18 í hálfsdags gæslu. Leikskólastjóri
er Anna Lilja Torfadóttir. Vinnuskóli var
starfræktur á vegum hreppsins eins og
undanfarin sumur, umsjónarmaður var Oli
A. Olafsson.
Helstu framkvæmdir á vegum
sveitarfélagsins
Langstærsta framkvæmdin á vegum
sveitarfélagsins var borun eftir heitu vatni í
Borgartúnsnesi í Þykkvabæ. Þegar þessi
orð eru skrifuð liggur niðurstaðan ekki
100% fyrir, en áætlanir jarðfræðinga gera
ráð fyrir að úr holunni megi fá 4-6
sekúndulítra af 80 gráðu heitu vatni og er
það nokkuð merkileg niðurstaða á svoköll-
uðu „köldu svæði“, eins og Þykkvibærinn
skilgreinist. Byggt var 70m^ íbúðarhús og
verður það notað sem kennarabústaður
allavega fyrst um sinn. Hrundið var af stað
vinnu við aðalskipulag fyrir Djúpárhrepp.
Það eru þeir Pétur H. Jónsson og Haraldur
Sigurðsson sem vinna við skipulagsgerð-
ina í samvinnu við Skipulag ríkisins og
hreppsnefnd og íbúa Djúpárhrepps.
í samvinnu við Vegagerð ríkisins voru
endurnýjaðar allar bæjamerkingar í
hreppnum. A árinu var byrjað á könnun á
fráveitumálum í hreppnum og mun
niðurstaðan liggja fyrir fljótlega í byrjun
árs 1998. Nú liggur fyrir samþykkt
dei 1 iskipulagstillaga um gámavöll fyrir
Þykkvabæ, og er gert ráð fyrir, ef allt
gengur eftir, að hann verði tekinn í notkun
næsta sumar. Aðrar framkvæmdir á vegum
Djúpárhrepps tengjast aðallega viðhaldi á
eigum hreppsins ásamt sameiginlegum
verkefnum sveitarfélaganna í Rangárvalla-
sýslu og verða ekki tíundaðar frekar hér.
Landbúnaður og atvinnumál
Eftir frámunalega slæma sumarbyrjun
rættist verulega úr og sprettutíð var mikil
og uppskera garðávaxta mjög góð hér eins
og annars staðar. Frostskemmdir drógu
hins vegar nokkuð úr þessari góðu upp-
skeru, þó gera megi ráð fyrir að nóg verði
samt til fram að næsta uppskerutímabili.
Eitt nýtt kartöfluhús var byggt í hreppnum
á árinu 1997, og byrjað var á framkvæmd-
um við nýtt iðnaðarhús, þar sem alls konar
forvinnsla á kartöflum verður megin-
áherslan.
Eins og áður eru nokkur fyrirtæki í
hreppnum sem veita fólki atvinnu. Má þar
nefna Kartöfiuverksmiðju Þykkvabæjar,
Höfn-Þríhyrning, Rangá h.f., Rangárflúðir,
Hellirinn og fleiri ásamt því að fjölmargir
einstaklingar bjóða fram þjónustu sína í
hinum ýmsu greinum atvinnulífsins.
Helstu viðburðir
A nýliðnu ári stendur einn atburður að
sjálfsögðu upp úr. Það er strand flutn-
ingaskipsins m.s. Vikartinds. Eins og menn
muna þá strandaði þetta 9000 tonna flutn-
ingaskip í Háfsfjöru að kvöldi 5. mars
1997. Varla er vert að hafa mörg orð um
þann atburð eftir alla þá umfjöllun er það
mál hefur fengið. Aðdragandi þess slyss og
-216-