Goðasteinn - 01.09.1998, Blaðsíða 220
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
Sóknir
Rangárvallaprófastsdæmi
Prestaköll og sóknir
Sex prestaköll eru í Rangárvalla-
prófastsdæmi. Þau eru þessi:
1. Holtsprestakall, með Eyvindarhóla-
sókn, Asólfsskálasókn og Stóra-Dalssókn.
Sóknarprestur er sr. Halldór Gunnarsson í
Holti.
2. Bergþórshvolsprestakall, með Akur-
eyjarsókn og Krosssókn. Sóknarpresturinn,
sr. Páll Pálsson á Bergþórshvoli, lét af
embætti fyrir aldurs sakir 1. júní 1997.
Prestakallið hefur ekki verið auglýst, en sr.
Halldór Gunnarsson í Holti hefur þjónað
því síðan í aukaþjónustu.
3. Breiðabólsstaðarprestakall, með
Hlíðarendasókn, Breiðabólsstaðarsókn og
Stórólfshvolssókn. Sóknarprestur er sr.
Sváfnir Sveinbjarnarson á Breiðabólsstað.
4. Oddaprestakall, með Oddasókn og
Keldnasókn. Sóknarprestur er sr. Sigurður
Jónsson í Odda.
5. Kirkjuhvolsprestakall, með Kálf-
holtssókn, Hábæjarsókn og Arbæjarsókn.
Sóknarprestur er sr. Auður Eir Vil-
hjálmsdóttir í Þykkvabæ.
6. Fellsmúlaprestakall, með Skarðs-
sókn, Hagasókn og Marteinstungusókn.
Sóknarprestur er sr. Halldóra J. Þorvarðar-
dóttir í Fellsmúla.
Þá er starfandi hvítasunnusöfnuður í
Rangárþingi, við Hvítasunnukirkjuna í
Kirkjulækjarkoti. Forstöðumaður safn-
aðarins er Hinrik Þorsteinsson.
Þessara prestakalla og safnaða verður
nú allra getið hér á eftir, í sömu röð. Eru
allir annálarnir frá sóknarprestum og
forstöðumönnum. En fyrst er þó greinar-
gerð frá prófasti um prófastsdæmið.
Rangárvallaprófastsdæmi
Á héraðsfundi hvers prófastsdæmis er
litið yfir störf og viðburði liðins árs og
horft til verka og viðfangsefna sem fram-
undan bíða og áætlanir mótaðar til eflingar
kirkjustarfs og þjónustu. Héraðsfundir eru
nú fjölmennari en áður var, þar sem sókn-
arnefndarfólk hefur í vaxandi mæli sótt
fundina ásamt safnaðarfulltrúum og prest-
um. Dagskrá fundanna er einnig fjölbreytt-
ari en áður, m.a. vegna aukinnar verka-
skiptingar og breyttra starfshátta á sumum
sviðum hinnar kirkjulegu þjónustu. I þessu
yfirliti um kirkjustarfið í prófastsdæminu
er að mestu stuðst við fundargerð frá síð-
asta héraðsfundi.
Héraðsfundur Rangárvallaprófasts-
dæmis 1997 var haldinn sunnudaginn 19.
október og hófst hann með guðsþjónustu í
Breiðabólsstaðarkirkju kl. 13:00, þar sem
sr. Sigurður Jónsson í Odda prédikaði en
heimaprestur, sr. Sváfnir Sveinbjarnarson,
þjónaði fyrir altari. Eftir fundarsetningu í
kirkjunni hófust fundarstörf í félagsheimil-
inu að Goðalandi. Að loknum ritningar-
lestri og stuttri hugleiðingu um hlutverk
kirkjunnar flutti prófastur yfirlitsskýrslu
-218-