Goðasteinn - 01.09.1998, Page 221
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
Sóknir
sína um kirkjulegt starf í prófastsdæminu
og minntist helstu kirkjulegra viðburða frá
því síðasti héraðsfundur var haldinn. Hann
þakkaði prestum og sóknarnefndum,
organistum og kirkjukórum og öðru starfs-
fólki kirknanna vel unnin störf og minnti á
mikilvægi þjónustuvilja og samheldni í
safnaðarstarfinu.
Helgihald og hefðbundin þjónusta er í
sínum fasta farvegi. Einnig býr æskulýðs-
starfið í meginefnum að reynslu allmargra
ára, en sérstakt starf fyrir aldraða á sér
aðeins tveggja ára sögu.
Sii breyting varð á starfsliði kirkjunnar
í prófastsdæminu að sr. Páll Pálsson á
Bergþórshvoli lét af störfum fyrir aldurs
sakir frá 1. júní 1997 og hefur sr. Halldór
Gunnarsson í Holti verið settur til auka-
þjónustu í Bergþórshvolsprestakalli fyrst
um sinn. Héraðsfundinum barst kveðja frá
sr. Páli þar sem hann dvaldi á Sjúkrahúsi
Suðurlands og flutti prófastur honum og
konu hans, frú Eddu Carlsdóttur, þakkir j
fyrir samstarf liðinna ára og óskir um
góðan bata.
Fræðslufundur fyrir sóknarnefndir og
annað starfsfólk kirkjunnar var haldinn að
Heimalandi 25. apríl 1997. Fyrirlesarar
voru dr. Sigurður Arni Þórðarson og Ragn-
heiður Sverrisdóttir djákni. Var gerður
góður rómur að máli þeirra, svo sem fram
kom í umræðum sem á eftir fylgdu.
Sameiginleg guðsþjónusta fyrir pró-
fastsdæmið var haldin í Stóra-Dalskirkju 4.
maí 1997 í sambandi við Héraðsvöku
Rangæinga. Veglega var haldið upp á
aldarafmæli Marteinstungukirkju í Holtum
hinn 24. nóvember 1996.
Til framkvæmda við endurbætur og
viðhald kirkjuhúsa og kirkjugarða í pró-
fastsdæminu var á síðasta ári varið nokkuð
á annan tug milljóna króna sem sýnir að
söfnuðirnir láta sér annt um guðshúsin og
grafreitina.
Á héraðsfundinum voru lagðir fram og
samþykktir ársreikningar allra kirkna og
kirkjugarða í prófastsdæminu svo og
ársreikningur héraðssjóðs prófasts-
dæmisins. Prófastur dreifði og á fundinum
fjölrituðum skýrslum um messur og aðrar
kirkjulegar athafnir svo og samantekt um
fjárhag kirkna og kirkjugarða í prófasts-
dæminu. Þakkaði hann góð og vönduð skil
reikningshaldara og endurskoðenda.
Formenn og fulltrúar nefnda og stofn-
ana skýrðu frá starfsemi liðins árs. I máli
formanns æskulýðsnefndar, sr. Sigurðar
Jónssonar í Odda, kom m.a. fram að ferm-
ingarbarnamót var haldið í Skálholti 7.-9.
sept. 1997 með þátttöku 53 barna og allra
presta prófastsdæmisins ásamt fleira starfs-
liði. Austurleið hf. flutti börnin að venju án
endurgjalds og er sá drengilegi stuðningur
þakkaður af heilum hug.
Formaður ellimálanefndar, sr. Halldór
Gunnarsson í Holti, sagði m.a. frá sameig-
j inlegri guðsþjónustu fyrir aldraða á upp-
stigningardag, 8. maí 1997 í Oddakirkju,
en á eftir var boðið til samkomu og kaffi-
veitinga í Hellubíói.
Sr. Halldóra Þorvarðardóttir í Fellsmúla
flutti greinargóða skýrslu um starfsemi
Hjálparstofnunar kirkjunnar og Haraldur
Júlíusson í Akurey sagði fréttir af Feik-
mannastefnu kirkjunnar sem haldin var 8,-
9. mars 1997.
Á héraðsfundinum flutti dr. Þórður
Tómasson safnvörður í Skógum mjög
áhugavert og fræðandi erindi um upphaf
kristni í Rangárþingi, en að því loknu fóru
fram umræður um kristnitökuafmælið árið
2000 og undirbúning hátíðarhalds í pró-
fastsdæminu af því tilefni.
Sr. Halldóra Þorvarðardóttir á sæti í
afmælisnefnd kirkjunnar, sem vinnur að
undirbúningi 1000 ára kristnitökuhátíðar á
landsvísu og skýrði hún frá starfi þeirrar
nefndar. Samþykkt var á fundinum að fela
héraðsnefnd prófastsdæmisins ásamt
-219-