Goðasteinn - 01.09.1998, Page 222
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
Sóknir
varamönniun að t'jalla um kristnitöku-
afmælið og gera tillögur um undirbúning
þess, sem síðan verði lagðar fyrir næsta
héraðsfund. Fram kom í máli manna að
Oddi á Rangárvöllum væri ákjósanlegur
staður til hátíðarhalds árið 2000.
Sóknarnefndir í Kirkjuhvolsprestakalli
báru fram eftirfarandi tillögu á fundinum:
„Héraðsfundur Rangárvallaprófastsdæmis,
haldinn 19. okt. 1997, beinir því til Kirkju-
þings 1997 að það gangist fyrir því að
ákvæði laga um að Kirkjuhvolsprestakatl
verði lagt niður verði felld úr gildi“. Þessi
tillaga var samþykkt samhljóða.
Við kosningu í héraðsnefnd prófasts-
dæmisins kom fram tillaga um Þórunni
Ragnarsdóttur og sr. Halldór Gunnarsson.
Var hún samþykkt eftir að Haraldur
Júlíusson kvaðst ekki sækjast eftir
endurkosningu í nefndina. Voru Haraldi
þökkuð afar góð og dygg störf í héraðs-
nefnd um árabil. Varamenn í héraðsnefnd
eru þær sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir og
Drífa Hjartardóttir. Fulltrúar í æskulýðs-
nefnd og ellimálanefnd voru allir endur-
kosnir. „Lítið kirkjublað" kom að venju út
tvisvar á árinu og var dreift á öll heimili í
prófastsdæminu.
I lok héraðsfundar flutti prófastur fund-
armönnum þakkir fyrir langt og gott sam-
starf, en þetta var síðasti héraðsfundurinn
sem hann stýrir og sá 24. í röðinni frá því
hann tók við prófastsstörfum í Rangár-
vallaprófastsdæmi 1. des. 1973. Hann mun
láta af störfum fyrir aldurs sakir frá 1.
ágúst 1998. Prófasti voru og færðar þakkir
í fundarlok og honum og konu hans, frú
Ingibjörgu Halldórsdóttur, árnað heilla og
blessunar Guðs.
Á aðventunni 1997 var að venju mikið
sungið og sagt, lesið og leikið í kirkjum
prófastsdæmisins til undirbúnings fæðing-
arhátíðar Frelsarans. Þó bar ein aðventu-
hátíðin af að umfangi og söngkröftum. Til
hennar var stofnað að frumkvæði félaga í
Kvennakórnum Ljósbrá og í samráði við
presta prófastsdæmisins. Kórstjórar, kór-
fólk og undirleikarar í öllu prófastsdæminu
tóku hönduin saman og æfðu aðventu-
söngva og sálma fyrir stóru stundina sem
upp rann laugardaginn 6. des. 1997.
í hinu nýja og glæsilega íþróttahúsi á
Hvolsvelli, sem vígt var 17. júní 1997, var
haldin aðventuhátíð sem seint mun gleym-
ast þeim sem hana sóttu. Þarna komu fram
18 kórar úr Rangárþingi, kirkjukórar,
barnakórar, Samkór Rangæinga, Karlakór
Rangæinga og Kvennakórinn Ljósbrá,
ýmist einn eða fleiri saman og loks allir í
voldugum samsöng með nærri 400 söngv-
urum eldri sem yngri.
Áheyrendur létu sig ekki heldur vanta,
því talið var að um eitt þúsund manns hafi
verið þarna saman komið, eða nær þriðji
hver Rangæingur. Prófasturinn, sr. Sváfnir
Sveinbjarnarson, flutti stutta hugleiðingu,
bæn og blessun áður en kórarnir samein-
uðust allir í lokaatriði tónleikanna. Sveit-
arstjórinn á Hvolsvelli, Ágúst Ingi Olafs-
son, ávarpaði samkomuna og færði söng-
fólki, stjórnendum og hljóðfæraleikurum
þakkir með orðum og blómum.
Það er erfitt að lýsa í orðum þeim anda
gleði og eindrægni sem þarna ríkti. Það er
einstök upplifun í annars fámennu sam-
félagi að finna þann styrk og uppörvun
sem veitist þegar við fáum sameinast í
einum anda - og uppgötvað hvað það eru
mikil dýrmæti sem við eigum sameigin-
lega til að njóta og þakka.
Hvað er þá um að sakast, þótt þeim sem
fréttum safna eða tíðindi skrá og framreiða
í fjölmiðlum þyki lítt til tíðinda hafa borið.
Hitt skiptir öllu að „sæðið grær og vex,
þótt við vitum ekki með hverjum hætti“.
Nema þetta sem nægir að vita, að „það er
Guð sem vöxtinn gefur.“
Sváfnir Sveinbjarnarson, prófastur
-220-