Goðasteinn - 01.09.1998, Page 223
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
Sóknir
Holtsprestakall
/
Eyvindarhóla-, Asólfsskála- og Stóradalssóknir
Guðsþjónustur ársins voru 23, heim-
sóknir í skóla og leikskóla að jafnaði
mánaðarlega, farið með börnum og kenn-
urum í heimsókn að Kirkjuhvoli og höfð
dagskrá þar fyrir gamla fólkið.
Sérstök hátíðarmessa fór fram 4. maí
1997 í Stóra-Dalskirkju í tilefni héraðs-
vöku Rangæinga, þar sem kórar og prestar
í austurhluta sýslunnar stóðu að athöfninni.
í prestakallinu voru á árinu 11 skírnir,
auk einnar sem framkvæmd var af öðrum,
6 hjónavígslur, 9 fermingar og 5 jarðar-
farir, auk einnar sem framkvæmd var af
öðrum presti.
Við Stóra-Dalskirkju var girðing um-
hverfis kirkjugarðinn endurnýjuð. Steyptur
var veggur á mörkum bílastæðis og lóðar
og varanlegt grindverk úr gegnvörðum viði
sett á vegginn. Stefnt er að áframhaldandi
lagfæringu girðingar umhverfis kirkjulóð.
Við Asólfsskálakirkju var lokið við
stækkun kirkjugarðs og lagningu stéttar.
Heitt vatn var lagt að kirkjunni, kalda-
vatnslögn endurnýjuð og vatn lagt í kirkju-
garðinn. Þá voru gróðursettar skjólbelta-
plöntur þar. Framundan er að leggja heita
vatnið inn í kirkjuna og setja upp nýja
ofna.
Við Eyvindarhólakirkju var skipt um
gler í gluggum og sett tvöfalt gler, glugg-
arnir málaðir og málning kirkjunnar víða
lagfærð. Unnið er að gerð legstaðaskrár.
Afram var unnið að byggingu safn-
kirkju við Byggðasafnið í Skógum.
Sr. Halldór Gunnarsson sóknarprestur
Bergþórshvolsprestakall
Akureyjar- og Krosssóknir
Starf undirritaðs í prestakallinu hófst 1.
6. 1997, þegar undirritaður var settur til
starfa þar til annað verður ákveðið. 1 I
guðsþjónustur voru haldnar á árinu, farið
mánaðarlega í skólaheimsókn í Gunn-
arshólma og leikskóla prestakallsins.
Sr. Sváfnir Sveinbjarnarson prófastur
og Ingibjörg Halldórsdóttir prófastsfrú
vísiteruðu Akureyjarsókn 26. október
1997. Prófastur prédikaði og þjónaði fyrir
altari. Minnst var 85 ára afmælis kirkjunn-
ar og nýtt orgel vígt við athöfnina sem
keypt hafði verið í tilefni afmælisins.
Sóknarnefnd Krosssóknar hafði keypt
samskonar orgel til Krosskirkju sem vígt
var í guðsþjónustu 12. október.
í prestakallinu voru á árinu fram-
kvæmdar 3 skírnir, 5 fermingar, ein hjóna-
vígsla og 3 jarðarfarir.
Við Akureyjarkirkju var þak kirkjunnar
málað á árinu, en eftir er að mála turninn.
Þá þarf að steypa nýjan sökkul undir
kirkjuna og framundan er töluvert viðhald.
Við Krosskirkju hafa farið fram miklar
umbætur utan dyra, en stefnt er að endur-
bótum og málningu innandyra.
Við Voðmúlastaðakapellu er einnig
stefnt að viðhaldi innandyra.
Sr. Halldór Gunnarsson sóknarprestur
-221-