Goðasteinn - 01.09.1998, Page 224
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
Sóknir
Breiðabólsstaðarprestakall
Hlíðarenda-, Breiðabólsstaðar- og Stórólfshvolssóknir
Mannfjöldi í Breiðabólsstaðarpresta-
kalli 1. des. 1997 var samtals 1019 manns
og hafði fjölgað um 12 á árinu. I Hlíðar-
endasókn voru 142 og skiptist þannig að
karlar voru 83 en konur 59. Börn á
aldrinum 0-14 ára voru 37, 24 drengir og
13 stúlkur og 67 ára og eldri voru 13, 10
karlar og 3 konur. í Breiðabólsstaðarsókn
voru 138 og skiptust þannig að karlar voru
76 en konur 62. Börn 0-14 ára voru 28, 13
drengir og 15 stúlkur og 67 ára og eldri
voru 23, 15 karlar og 8 konur. í Stórólfs-
hvolssókn voru samtals 739 og af þeim
voru 378 karlar en 361 kona. Börn 0-14
ára voru þar 167, 77 drengir og 90 stúlkur.
67 ára og eldri voru þar 94, 45 karlar og 49
konur.
Hlíðarendasókn nær yfir Inn- og Mið-
hlíðina frá Fljótsdal að Kvoslækjará.
Breiðabólsstaðarsókn nær yfir Uthlíðina
frá Kvoslækjará og út í Hvolhrepp að
Langagerði. Auk þess eru Eyjarhverfið,
Hemla og Strandarhöfði í Vestur-Land-
eyjum í Breiðabólsstaðarsókn og sömu-
leiðis Vallarkrókurinn í Hvolhreppi. I
Stórólfshvolssókn er Hvolsvöllur og þeir
bæir í Hvolhreppi sem ekki eru í Breiða-
bólsstaðarsókn. að undanskildum Móeiðar-
hvoli, sem er í Oddasókn. Langagerði í
Hvolhreppi, sem er á sóknamörkum, hefur
þá sérstöðu að vera annað árið í Breiða-
bólsstaðarsókn en hitt árið, oddatöluárið, í
Stórólfshvolssókn. Líklega er þetta eins-
dæmi í sóknaskipan á landinu, en á þessu
er margra alda hefð sem ekki hefur verið
hróflað við.
Almennar guðsþjónustur í prestakallinu
voru 31, helgistundir í kirkjum og á
Kirkjuhvoli II og barnasamkomur 19.
Skírð voru 11 börn og hjónavígslur voru 5.
Fermd voru 12 börn. Jarðsettir voru 5.
Útiguðsþjónusta var í skógarlundi á
Tumastöðum sunnudaginn 17. ágúst.
Héraðsfundur prófastsdæmisins var
haldinn í Breiðabólsstaðarkirkju og félags-
heimilinu Goðalandi 19. október.
Viðgerðir á Breiðabólsstaðarkirkju að
innan stóðu yfir fyrstu þrjá mánuði ársins.
Ákveðið var að bíða næsta sumars með að
mála kirkjuna að utan. Haldið var áfram
viðgerðum á Hlíðarendakirkju og lokið við
að endurnýja glugga og klæðningu á
norðurhlið. Einnig voru smíðaðar nýjar
kirkjutröppur með skábraut fyrir hjóla-
stóla. Ennfremur var byrjað að endurnýja
klæðningu utan á veggjum Stórólfshvols-
kirkju.
Undirbúningi að byggingu safnaðar-
heimilis við Stórólfshvolskirkju var haldið
áfram og standa vonir til að framkvæmdir
geti hafist árið 1998. Öllum þeim sem að
þessum verkum hafa unnið, bæði smiðum
og sóknarnefndum, ber að þakka fyrir vel
unnin störf.
Organistar og söngstjórar í kirkjunum
eru þau Margrét Runólfsson í Breiðabóls-
staðar- og Hlíðarendasóknum og Gunnar
Marmundsson í Stórólfshvolssókn. Gunnar
hefur einnig séð um barnastarf í Stórólfs-
hvolskirkju ásamt sóknarpresti og einnig
hefur Auður Halldórsdóttir aðstoðað við
barnastarfið eftir þörfum.
Meðhjálpari í Hlíðarendakirkju er Daði
Sigurðsson og kirkjuvörður Guðgeir Óla-
son. Meðhjálpari í Breiðabólsstaðarkirkju
er Jón Kristinsson en kirkjuvörður Ingi-
-222-