Goðasteinn - 01.09.1998, Qupperneq 225
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
Sóknir
björg Halldórsdóttir. í Stórólfshvolskirkju
er Svavar Friðleifsson meðhjálpari og
kirkjuvörður.
I sóknarnefnd Hlíðarendakirkju eru þeir
Jón Ólafsson, Kirkjulæk, Daði Sigurðsson,
Barkarstöðum og Guðgeir Ólason, Efri-
Þverá. Safnaðarfulltrúi er Margrét Run-
ólfsson, Fljótsdal.
I sóknarnefnd Breiðabólsstaðarkirkju
eru þau Jón Kristinsson, Lambey, Guð-
björg Júlídóttir, Staðarbakka og Hrund
Logadóttir, Núpi. Jón Kristinsson er einnig
safnaðarfulltrúi.
í sóknarnefnd Stórólfshvolssóknar eru
þau Guðrún Ormsdóttir, Hvolsvelli, Oddur
Helgi Jónsson, Hvolsvelli, Sigurlín Ósk-
arsdóttir, Hvolsvelli, Ómar Halldórsson,
Hvolsvelli og Lárus Agúst Bragason, Mið-
húsum. Safnaðarfulltrúi er Hákon Guð-
mundsson, Hvolsvelli.
Þessu starfsfólki kirknanna, svo og kór-
fólki og sóknarbörnum öllum eru færðar
bestu þakkir fyrir samstarfið.
Sváfnir Sveinbjamarson, sóknarprestur
Oddaprestakall
Odda- og Keldnasóknir
Oddasókn
Ibúar Oddasóknar voru samkvæmt
þjóðskrá I. desember 1997 758 að tölu;
378 karlar og 380 konur. Aldursskipting er
á þessa leið: 0-6 ára 82; 7-14 ára 102; 15
ára 19; 16-18 ára 41; 19-66 ára 430 og 67
ára og eldri 84. Kirkjustarf í sókninni var
með áþekku sniði og síðustu ár. Messað
var að jafnaði þriðja hvern helgan dag,
sunnudagaskóli yfir vetrarmánuðina í
húsakynnum Grunnskólans á Hellu, og
starf með unglingum hefur verið mánaðar-
lega að vetrinum á sameiginlegum héraðs-
grundvelli á vegum æskulýðsnefndar
Rangárvallaprófastsdæmis. í Oddakirkju
voru á árinu skírð 16 börn, 11 fermd,
saman gefin 7 hjón og 6 voru jarðsettir.
Guðjón Halldór Óskarsson, organisti,
fékk 9 mánaða leyfi frá störfum frá 1. sept-
ember 1997, og starfar hann þann tíma
sem organisti við Víðistaðakirkju í
Hafnarfirði. Á meðan gegnir Nína María
Morávek á Hellu starfi organista, sem og
þjálfun Barnakórs Oddakirkju. Nína spilar
einnig við guðsþjónustur á Keldum, en er
þar að auki organisti í Þykkvabæ, sem
kunnugt er.
Oddasöfnuður keypti á árinu tölvubún-
að (vél- og hugbúnaður, prentari, mótald)
sem staðsettur er á skrifstofu sóknarprests.
Hugmyndin er að í framtíðinni verði m.a.
hægt að færa legstaðaskrá kirkjugarðsins á
tölvutækt form.
Söfnuðurinn lagði fram fé til söfnunar
Oddafélagsins fyrir bronsafsteypu af
myndverki Ásmundar Sveinssonar, ,Sæ-
mundur á selnum1, svo unnt væri að ganga
frá lokagreiðslum til Ásmundarsafns, sem
er formlegur seljandi verksins. Er þess
vænst að Sæmundarstyttan komi alkomin
að Odda og verði afhjúpuð í maí 1998.
Frú Sigríður Símonardóttir frá Ártúnum
færði Oddakirkju veglega peningagjöf á
árinu, kr. 200.000, til minningar um eigin-
mann sinn, Gunnar Magnússon, er lést
1995. Verður fénu varið til smíði og upp-
setningar á nýjum krossi á turn kirkjunnar,
samkvæmt ósk Sigríðar.
Breytingar fóru fram innan dyra í safn-
aðarheimili. Gerðar voru dyr í vegg milli
safnaðarstofu og herbergis sem áður hýsti
kirkjugarðsáhöld og amboð, og því breytt í
geymslu fyrir bækur, skjöl og ýmsa gripi
kirkjunnar, auk þess sem þar er rúmgóður
-223-