Goðasteinn - 01.09.1998, Blaðsíða 227
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
Sóknir
Tvær fermingarguðsþjónustur voru
haldnar, 24. apríl og 4. maí. Fermd voru
þau Guðjón Björnsson á Syðri-Hömrum,
Rakel Róbertsdóttir í Króki, Tyrfingur
Sveinsson í Lækjartúni, Andri Leó Egils-
son á Berustöðum og Sveinbjörn Ari
Gunnarsson í Sumarliðabæ. I júnílok var
guðsþjónusta að Laugalandi með Kven-
félaginu Framtíðinni í Ásahreppi sem bauð
eldra fólki til guðsþjónustu og kaffisam-
sætis. I aðventuguðsþjónustunni sungu
börn úr söfnuðinum og kaffinefnd bauð til
veitinga. Jólamessan var annan jóladag við
mikla kirkjusókn í góðu veðri. Tvö börn
voru skírð í Seli í desember, Guðmundur
Hreinn, sonur Kristínar Hreinsdóttur og
Grétars Guðmundssonar, og Rakel, dóttir
Huldu Helgadóttur og Andrésar Guð-
mundssonar.
Þykkvabæjarsöfnuður
Febrúarmessa féll niður vegna óveðurs.
Á föstudaginn langa var kvöldmessa við
kertaljós. Safnaðarfólk las úr píslarsögunni
og söng föstusálma með kirkjukórnum. Á
páskamorgun var hátíðamessa klukkan átta
og morgunkaffi í kirkjunni í boði kaffi-
nefndar.
Fermt var 20. apríl. Fermingarbörn
voru Aðalbjörg Eggertsdóttir í Rósalundi,
Atli Már Guðnason í Borg, Jón Guðlaugs-
son í Hábæ og Sigurfinna Pálmarsdóttir í
Unhól. í apríllok var útför Erlu Óskarsdótt-
ur í Búð. Kvennamessa var á vordögum
með konum úr Þykkvabæ og Reykjavík. I
júní var kvöldmessa og í júlí brúðkaup
Særúnar Sæmundsdóttur og Heimis
Hafsteinssonar í Smáratúni. 25. október
var haldið 25 ára afmæli kirkjunnar. Helga
og Guðbjörg, dætur séra Sveins Ögmunds-
sonar sem þjónaði prestakallinu í nær hálfa
öld, ávörpuðu söfnuðinn og lásu ritningar-
greinar. Kvenfélagið Sigurvon bauð til
messukaffis og gaf kirkjunni veglega
afmælisgjöf. Á aðventukvöldi sungu börn
úr söfnuðinum og léku á hljóðfæri og
kennarar skólans lásu sögu og sálma.
Aftansöngur var á aðfangadag klukkan 17.
Organisti kirkjunnar er Nína Morávek.
Æskulýðsstarf prestakallsins er svo sem
fyrr að barnastundir eru haldnar í Þykkva-
bæjarkirkju og á Laugalandi fellur barna-
starf inn í skólastarfið og við séra Halldóra
í Fellsmúla önnumst það saman. Ferming-
arbörn hittast vikulega, til skiptis í
kirkjunum þremur, og taka þátt í æsku-
lýðsstarfi sem haldið er á vegum prófasts-
dæmisins.
Árbæjarsöfnuður
í ársbyrjun var skírð á Rauðalæk
Oddný Ragna Fahning, dóttir Sigríðar
Sæmundsdóttur og Arnars Fahning Lúð-
víkssonar. Marsmessa féll niður vegna
óveðurs. Páskamessa var klukkan 11 á
páskamorgun. Þar var skírð Ásgerður Inna,
dóttir Helgu Sveinsdóttur og Antons
Kristinssonar á Efri-Rauðalæk. Fjórir ungir
menn voru fermdir 4. maí, Daði Freyr
Bæringsson í Árbæ, Eyvindur Ágústsson á
Brekkum, Hróbjartur Ævar Helgason á
Rauðalæk og Guðmundur Loftsson í
Neðra-Seli.
Á kristniboðsdaginn prédikaði Ásta K.
Jónsdóttir frá Reykjavík og sagði frá
kristniboðinu í Eþíópíu. Hún hefur farið
þangað en dóttir hennar og fjölskylda voru
kristniboðar þar. Fyrsta desember var
Símon Helgi skírður í kirkjunni. Foreldrar
hans eru Regula Verona Rudin frá Sviss og
Helgi Benediktsson í Austvaðsholti og þau
búa þar. Hannes Birgir Hannesson á Arn-
kötlustöðum æfir kórinn sem hittist til
æfinga hjá Öllu og Jónasi á Rauðalæk.
-225-