Goðasteinn - 01.09.1998, Page 231
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
Kvenfélög
Kvenfélög í Rangárþingi
I Rangárþingi starfa 12 kvenfélög, en
þau eiga öll aðild að Sambandi sunnlenska
kvenna. Þessi félög eru:
Kvenfélag Fljótshlíðar
Kvenfélag Oddakirkju
Kvenfélagið Bergþóra, V.-Landeyjum
Kvenfélagið Eining, Holta- og Land-
sveit
Kvenfélagið Eining, Hvolhreppi
Kvenfélagið Eygló, V.-Eyjafjöllum
Kvenfélagið Fjallkonan, A.-Eyja-
fjöllum
Kvenfélagið Framtíðin, Asahreppi
Kvenfélagið Freyja, A.-Landeyjum
Kvenfélagið Lóa, Holta- og Landsveit
Kvenfélagið Sigurvon, Djúpárhreppi
Kvenfélagið Unnur, Rangárvöllum
Hér á eftir fara frásagnir um starf þeirra
á árinu 1997.
Kvenfélag Fljótshlíðar
Kvenfélag Fljótshlíðar var stofnað 24.
júní 1923 í þinghúsi hreppsins við Grjótá. I
fyrstu stjórn félagsins sátu Guðrún Her-
mannsdóttir formaður, Sigríður Jónsdóttir
gjaldkeri og Sigríður Nikulásardóttir ritari.
Stofnendur voru 32. I dag eru starfandi 30
konur og núverandi stjórn skipa: Sigríður
Viðarsdóttir formaður, Ingveldur G.
Sveinsdóttir gjaldkeri og Helga Jörundar-
dóttir ritari.
Arlega styrkir kvenfélagið ýmis góð
málefni og fer fjáröflun fram á margvísleg-
an hátt m.a. kaffisala, blómasala, sala á
broddi, kökubasar og margt fleira sem til
fellur.
I félaginu gerum við margt okkur til
skemmtunar, svo sem að hittast á baðstofu-
kvöldi, gera saman laufabrauð, fara í
leikhúsferðir og sumarferð sem er farin
árlega. Sumarferð félagsins á nýliðnu ári
var fjölskylduferð inn í Þórsmörk. Gengið
var frá Langadal yfir í Húsadal, þar sem
farið var í leiki með börnunum og allir
fengu pylsur og svaladrykki í boði félags-
ins. Þetta var í alla staði mjög vel heppnuð
ferð, veðrið lék við fyrir okkur því það var
glampandi sól og blíða eins og svo oft er í
Þórsmörkinni.
í mars þáði félagið heimboð Kven-
félagsins Bergþóru í Ölfusi. Þar áttum við
sérstaklega notalega kvöldstund með stöll-
um okkar og færum við þeim bestu þakkir
fyrir. Þar var allt rósum prýtt, fengum við
allar eina rós hver í gjöf og okkur skemmt
með gamanmáli og söng. Hnallþórur voru
á borð bornar og þeim gerð góð skil og
síðan var stiginn dans og spjallað saman
fram eftir kvöldi.
Eins og allir vita eru Hvergerðingar
ekki óvanir jarðskjálftum og fengum við
Fljótshlíðingar aðeins sýnishorn af því,
sem betur fer varð engum meint at' þeim
hristingi.
Eins og sjá má þá gerist margt í litlu
kvenfélagi og er það von mín að starf
kvenfélaganna verði sem endranær, farsælt
um ókomna framtíð.
Sigríður Viðarsdóttir
-229-