Goðasteinn - 01.09.1998, Side 237
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
Kvenfélög
Kvenfélagið Eygló, Vestur-Eyjafjöllum
Félagar eru 20 og 5 heiðursfélagar.
Tekjur fær félagið mestmegnis af kaffi-
sölu. Við höldum að vanda 17. júní hátíð-
legan með ungmennafélaginu Trausta hér á
Heimalandi. Okkar félag vann við veiting-
ar á Héraðshátíð Rangæinga 4. maí ásamt
fleiri kvenfélögum. I sumar var farið með
eldri borgara tir Landeyjahreppum og
Vestur-Eyjafjallahreppi í ferðalag. Viðey
var skoðuð og aðstaða eldri borgara í
Gerðubergi. Ferðin tókst prýðilega og allir
mjög ánægðir með hana.
Félagskonur seldu að vanda jólakort
fyrir Sjúkrahús Suðurlands og dagatöl
Þorskahjálpar. Kvenfélagið styrkti félög og
gladdi einstaklinga með gjöfum og blóm-
um.
Konur úr félaginu hafa hist reglulega á
Heimalandi síðan í haust, og áfram höldum
við á nýju ári. Föndrað er og ýmislegt
skemmtilegt gert fyrir okkur sjálfar.
Ein leikhúsferð var farin, sáum „A
sama tíma að ári.“ Síðan var mökum boðið
á jólahlaðborð í desember að Hellu, góð
þátttaka og allir ánægðir.
Stjórn félagsins er skipuð þessum kon-
um: Anna M. Tómasdóttir, Efstu-Grund,
formaður, Ragna Aðalbjörnsdóttir, Stóru-
Mörk, ritari og Guðbjörg Arnadóttir,
Stóru-Mörk, gjaldkeri.
Anna M. Tómasdóttir
Kvenfélagið Fjallkonan, Austur-Eyjafjöllum
Stjórn félagsins skipa Magðalena
Jónsdóttir, Drangshlíðardal, formaður,
Olöf Bárðardóttir, Steinum, gjaldkeri, og
Guðný Valberg, Þorvaldseyri, ritari.
Félagar eru 24. Ein kona sagði sig úr
félaginu á árinu. A árinu voru haldnir 2
félagsfundir, 3 skemmtifundir og 3
stjórnarfundir.
A skemmtifundum sem haldnir eru
mánaðarlega yfir vetrartímann fáum við
ýrnist einhvern að eða erum sjálfar með
heimafengið efni.
Fastar samkomur félagsins eru 17. júní
sem við sjáum um í samvinnu við Umf.
Eyfelling og kirkjukaffi sem við bjóðum
sveitungunum til fyrsta sunnudag í að-
ventu. Þann 19. júní fórum við út að borða
saman á Hótel Eddu Skógum.
Jólaballið var í boði Fjallkonunnar fyrir
Austur- og Vestur-Eyfellinga í Fossbúð.
Við fórum í leikhúsferð í apríl ásamt
Kvf. Eygló og sáum hið bráðskemmtilega
leikrit „A sama tíma að ári“.
Haldið var tveggja kvölda námskeið í
límapplikeringu og félagskona kenndi
okkur glermálun. I vor fórum við í göngu-
ferð inn í Eystri-Skógagil undir leiðsögn
Siggu í Eystri-Skógum í blíðskaparveðri
og ætluðum auðvitað að fara oftar en það
er alltaf erfitt að finna tíma fyrir sjálfa sig í
vorönnunum þegar veðrið er best.
Helsta tekjuöflun okkar er af kaffisölu
kaffinefndarinnar okkar. Gjafir til menn-
ingar og líknarmála á árinu námu rúmum
100.000 kr.
Magðalena Jónsdóttir, Drangshlíðardal
-235-