Goðasteinn - 01.09.1998, Blaðsíða 239
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
Kvenfélög
Kvenfélagið Lóa, Holta- og Landsveit
Kvenfélagið Lóa var stofnað 25. apríl
1946 á sumardaginn fyrsta eftir messu í
Skarði.
Tilgangur félagsins var að efla sam-
vinnu og samhug meðal kvenna í hreppn-
um, auka heimilisrækt, vekja smekkvísi,
líkna bágstöddum og styðja hvers konar
þjóðþrifamál eftir því sem efni og aðstæð-
ur leyfa.
Reglugerðin er alltaf ný. Kvenfélags-
störf halda áfram. Það sem hefur breyst hér
er að kvenfélögin í héraðinu vinna meira
saman.
Það eru 3 kvenfélög, Eining, Framtíðin
og Lóa, sem sameiginlega hlúa að skólan-
um - Laugalandsskóla.
I Hellulæknishéraði eru 6 kvenfélög;
Kvenfélag Oddakirkju, Unnur, Sigurvon,
Eining, Framtíðin og Lóa. Þau vinna
sameiginlega að líknar- og sjúkramálum,
aðallega með störfum Minningarsjóðs
Ólafs Björnssonar.
Þessi félög eru í SSK og þar sameinast
þau við að styrkja nauðsynjamál og einnig
koma félögin sínum málum og hugsjónum
á framfæri. Svona samvinna er áríðandi
fyrir félögin, þá er hver einstakur virkur.
Svo eru heima í sveitinni okkar alltaf
sérstök störf og mál sem við vinnum að.
51. starfsár Kvenfélagsins Lóu er liðið.
Margt hefur breyst hér í okkar sveit, en
það sem alltaf er nýtt, er að auka samvinnu
og samhug meðal okkar, þá getum við svo
margt.
Stjórn Lóu skipa: Sigríður Th. Sæ-
mundsdóttir formaður, Sigurbjörg Elimars-
dóttir ritari og Ólafía Sveinsdóttir gjald-
keri.
Sigríður Tli. Sœmundsdóttir
Kvenfélagið Sigurvon, Djúpárhreppi
Stjórn félagsins skipa Jóhanna Lilja
Þrúðmarsdóttir formaður, Halldóra Haf-
steinsdóttir gjaldkeri og Birna Guðjóns-
dóttir ritari. Halldóra Gunnarsdóttir er
varaformaður og Eygló Yngvadóttir með-
stjórnandi.
Félagar eru 33 og þar af 9 heiðursfé-
lagar.
Helstu verkefni félagsins 1997 voru:
Vegna strands Vikartinds rak félagið
mötuneyti í 10 daga í mars. Bingó og
kaffisala var á sumardaginn fyrsta. 17.
júní-skemmtun og kaffisala í samvinnu við
ungmennafélagið. Þátttaka í kvennahlaupi.
Sumarblóm voru sett við Þykkvabæjar-
kirkju. Söfnun fyrir kvennadeild Land-
spítalans vegna ABBl-tækis. Afmæliskaffi
Þykkvabæjarkirkju. Heimsókn til vist-
manna á Dvalarheimilinu Lundi. Útbúinn
var jólaglaðningur til eldri borgara í
hreppnum. Haldið var jólaball í samvinnu
við grunnskólann. Saumaðar voru gardínur
og leiktjöld fyrir samkomuhúsið. Seld voru
almanök fyrir Þroskahjálp og jólakort fyrir
Ólafssjóð og Sjúkrahús Suðurlands.
I mars bauð kvenfélagið félagskonum
upp á föndurnámskeið. Leiðbeinandi var
Jóhanna Bjarnadóttir í Vatnskoti og í
nóvember kransanámskeið með Ólínu
Ásgeirsdóttur á Geldingalæk. í janúar
-237-