Goðasteinn - 01.09.1998, Blaðsíða 242
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
íþróttafélög
Iþrótta- og ungmennafélög í
Rangárþingi
Eftirfarandi ungmennafélög starfa í
Rangárþingi, og eru þau öll félagar í HSK,
Héraðssambandinu Skarphéðni:
Iþf. Dímon,
íþf. Garpur, Ásahreppi, Holta- og Land-
sveit.
Unrf. Ásahrepps.
Umf. Baldur í Hvolhreppi.
Umf. Dagsbrún, A.-Landeyjum.
Umf. Eyfellingur, A.-Eyjafjöllum.
Umf. Framtíðin í Djúpárhreppi.
Umf. Hekla á Rangárvöllum.
Umf. Ingólfur, Holtum.
Umf. Merkihvoll, Landi.
Umf. Njáll, V.-Landeyjum.
Umf. Trausti, V.-Eyjafjöllum.
Umf. Þórsmörk í Fljótshlíð.
Frásagnir af starfi félaganna á árinu
1997 fara hér á eftir.
Iþróttafélagið Dímon
íþróttafélagið Dímon var stofnað 1. júní
s.l. í stjórn voru kosin:
Formaður: Ólafur Bjarnason
Ritari: Guðmann Óskar Magnússon
Gjaldkeri: Ingveldur Sveinsdóttir
Meðstjórn.: Þórhildur Bjarnadóttir
Meðstjórn.: Björgvin Guðmundsson
Varamaður: Eggert Sigurðsson
Varamaður: Rúnar Guðjónsson
Varamaður: Ólafur Elí Magnússon.
Formlegir stjórnarfundir eru orðnir 7
talsins. Eitt það fyrsta sem sett var í gang
var að undirbúa kaup á æfingabúningum,
og hanna merki félagsins. Jóndi í Lambey
brást skjótt og vel við bón okkar um hönn-
un nrerkis, út frá hugmyndum stjórnar.
Dóltir hans, Þórhildur, tók það síðan til
tölvuvinnslu og lokafrágangs. Færum við
þeim feðginum bestu þakkir fyrir frábæra
liðveislu.
Þriggja manna nefnd var sett í búninga-
málið. Nefndin hefur lagt mikla vinnu í
undirbúning. Niðurstaða fékkst svo í málið
í nóvembermánuði, en þá var ákveðið að
fela Henson að sauma búningana.
Fornraður og gjaldkeri félagsins hafa
unnið að því að fá styrktaraðila á búning-
ana.
íþróttastarfsemi félagsins hófst á haust-
dögum með æfingum og keppni í hinum
ýmsu íþróttagreinum. Stofnaðar hafa verið
sjálfstæðar deildir í körfubolta, blaki og
frjálsíþróttum. Keppni er hafin í körfu,
blaki, badminton og glímu undir merkjum
félagsins, en eftir áramót í frjálsum og
fleiri greinum.
Iþróttaskóli fór í gang í október fyrir
börn á aldrinum 6-12 ára.
Við erum mjög ánægð með viðtökur
þær sem hann hefur fengið bæði hjá börn-
um og sveitastjórnum, og vonum við að
foreldrar séu á sama rnáli.
-240-