Goðasteinn - 01.09.1998, Side 245
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
íþróttafélög
UBH á Rangæingamóti ífrjálsum íþróttum á Hellu dagana 23.-24. ágúst 1997. Aftari röðf.v.:
Helgi Einarsson, Thelma Dröfn Asmundsdóttir, Elín Mjöll Lárusdóttir, Tinna Ösp Jakobsdóttir,
Sveinbjörg Dagbjartsdóttir, Ingibjörg Ragna Gunnarsdóttir, Andri Asmundsson, Heiðar
Þormarsson, Hildur Ösp Garðarsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir, Örvar Rafn Arnarsson, Þorgils
Bjarni Einarsson, Hjalti Ómarsson, Ólafur Elí Magnússon. Fremri röðf.v.: Pétur Karlsson,
Guðni Ingvarsson, Sævald Viðarsson, Jóhann Gunnar Böðvarsson, Jón Ægir Sigmarsson, Lárus
Ingi Lárusson, Hreinn Ólafur Ingólfsson, Hafsteinn Gunnarsson, Hlíf Hauksdóttir, Bríet Agústs-
dóttir, Elísabet Patriarca, Ægir Eyþórsson.
Hér á eftir kemur nánara yfirlit yfir
starf nefnda.
Sundnefnd
Starfið fór fram frá maí til ágúst og
voru æfingar þrisvar í viku, æfingar stund-
uðu um 15 krakkar. Tókum þátt í aldurs-
flokkamóti HSK og stóðu krakkarnir sig
með ágætum.
Frjálsíþróttanefnd
Við tókum þátt í aldursflokka-, ungl-
inga-og fullorðinsmótum HSK í frjálsum
inni og úti. Áttum keppendur á meistara-
mótum innan og utanhúss og bikarkeppni.
Einnig áttum við keppanda á landsmóti
U.M.F.Í. Starfræktur var íþróttaskóli fyrir
krakka á aldrinum 6-12 ára yfir vetrar-
mánuðina. í júní var haldið leikjanám-
skeið fyrir börn á aldrinum 5-12 ára.
Frjálsíþróttaæfingar voru haldnar fyrir
aldurshópinn 6 ára til 14 ára einu sinni í
viku.
Haldið var Rangæingamót utanhúss á
Hellu í ágúst og innanhúss í nýja íþrótta-
húsinu á Hvolsvelli í nóvember og stóð
okkar fólk sig með miklum ágætum á
báðum þessum mótum. Á haustdögum var
svo stofnuð frjálsíþróttadeild Dímonar sem
mun yfirtaka störf frjálsíþróttanefndar
UBH nú unr áramótin.
Blaknefnd
Æft var tvisvar í viku í Hvolnum og
farnar nokkrar æfingaferðir í Njálsbúð, en
þar er löglegur blakvöllur, og hátt til lofts.
-243-