Goðasteinn - 01.09.1998, Page 253
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
/
Ymis félög
Ymis félög í Rangárþingi
Skógræktarfélag Rangæinga
ÁGRIP AF SÖGU
Árið 874 er talið upphafsár landnáms á
íslandi. Ekki er að efa að það land, sem
blasti við landnámsmönnunum hefur verið
býsna ólíkt því sem við sjáum í dag. Þar
hafði mannshöndin hvergi komið nálægt
neinu, aðeins náttúran sjálf ráðið ferðinni,
enda var talið að landið hafi verið viði
vaxið milli fjalls og fjöru. Ekki er að efa
að landsnámsmönnunum hefur fundist
landið frjósamt og gjöfult og gott væri
víða undir bú. Enda fór svo að hingað
flykktust landnemar frá Noregi og nálæg-
um löndum eins og írlandi.
Það sem Island skorti í samanburði við
hin löndin bætti það upp með víðáttu, og
hvergi hafa fundist gjöfulli veiðistöðvar í
ám, vötnum og sjó. Auk þess ríkti hér
frelsi, sem torfengið var í öðrum og
frjósamari löndum. Norskum stórbændum
og höfðingjum hefur því fundist að þeir
hafi himin höndum tekið, lausir við
skattheimtu og ráðríkan drottnandi
konung, sem krafðist alls en lét heldur lítið
í staðinn. Enda þótti hver sá heppinn, sem
fékk að halda höfðinu á búknum þar til elli
kerling lagði menn að velli, en svo mun
víst vera enn víða um heim, kannski hefur
ekki svo mikið breyst.
Skógurinn nýttur
Það hefur því verið gósenland sem
mætti landnámsmönnunum hér. Menn hafa
orðið að byrja á því að ryðja skóginn til að
koma fyrir byggingum, og ferðir milli bæja
og landshluta hafa verið örðugleikum
háðar vegna þess að menn hafa þurft að
brjótast gegnum skóginn. Otrúlegt fyrir
nútímamanninn, sem aðeins sér berang-
urinn.
En fljótt hefur þetta breyst. Skógurinn
hefur verið nytjaður ótæpilega til eldiviðar,
kolagerðar og húsbygginga, og eftir því
Greinarhöfundur, Matthías Pétursson
sem fólkinu fjölgaði hefur ásóknin aukist,
en meðan tíðarfar hélst gott kom það ekki
-251-