Goðasteinn - 01.09.1998, Side 255
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
/
Ymis félög
Skógræktar ríkisins. Óhætt er að se&ja að
þessi atburður hafi markað tímamót í skóg-
rækt og landgræðslu.
Öllum er kunnugt um þau kraftaverk,
sem Landgræðslan hefur unnið með því til
dæmis að snúa vörn í sókn hér í
Rangárþingi og tvímælalaust bjargað
héraðinu frá ómældum hörmungum.
Arangur í skógrækt liggur ekki eins ljós
fyrir, þó hefur verið unnið þar mikið
brautryðjendastarf.
Félagið stofnað
Fyrsta dæmið um hvað væri hægt að
gera í skógrækt, ef þekking og alúð var
lögð í starfið er garðurinn í Múlakoti, sem
varð landsfrægur, og þar nutu ótalmargir
unaðsstunda í fögru skógarrjóðri.
Fordæmið frá Múlakoti hefur vafalaust
kveikt áhugann hjá mörgum, þegar mönn-
um varð það ljóst hvað var hægt að gera.
Það er svo árið 1943, sem Skógrækt-
arfélag Rangæinga var stofnað, með því
hefst skipulagt skógræktarstarf í Rangár-
þingi.
Skógræktarfélagið er stofnað 20. nóv-
ember 1943. Sýslunefndin gaf félaginu
einn hektara lands undir gróðurreit, sem
fararnesti inn í framtíðina.
Strax í upphafi var ákveðið að koma
upp græðireitum í sem flestum hreppum
sýslunnar, svo að þaðan væri hægt að
dreifa trjáplöntum í stórum stíl til ræktunar
við hvert byggt ból í sýslunni. Þetta sýnir
að menn hafa verið stórhuga, enda verk-
efnið ærið.
Strax í upphafi var öllum kvenfélögum
og ungmennafélögum í sýslunni skrifað og
þau beðin um að safna liðsmönnum fyrir
hið nýja félag.
A fyrsta ári eru ævifélagar orðnir 11 og
ársfélagar 180 þannig að áhuginn hefur
verið mikill. Fyrsta stjórnin er skipuð þeim
séra Erlendi Þórðarsyni, Odda, séra Jóni
M. Guðjónssyni, Holti, Helga Jónassyni
Ólafur Bergsteinsson og Bogi P.
Guðjónsson
héraðslækni, Stórólfshvoli, Guðmundi Er-
lendssyni, Núpi og Ólafi Bergsteinssyni,
Argilsstöðum.
Ekki er því annað að sjá en að skútan
hafi verið vel mönnuð þegar ýtt var á flot.
Fyrsti formaður félagsins var kjörinn
Ólafur Bergsteinsson, en Ólafur var rnikil
ræktunarmaður og ræktað fagran skógar-
lund við bæ sinn á Argilsstöðum.
Fyrstu skrefin
A aðalfundinum 1945 er stjórninni falið
að vinna að kynningar- og útbreiðslustarfí.
Árið 1946 kemur svo Klemenz Kr.
Kristjánsson inn í stjórnina í staðinn fyrir
séra Erlend Þórðarson. Odda. Óhætt er að
segja að Klemenz ásamt Ólafi Bergsteins-
syni hafi borið hitann og þungann af
skóræktarmálum héraðsins meðan þeim
entist líf og heilsa.
-253-