Goðasteinn - 01.09.1998, Blaðsíða 258
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
/
Ymis félög
svo af skornum skammti að ekki dygði til
frambúðar. Þessar vangaveltur sýna svo
ekki verður um villst að menn hugsuðu
stórt og ætluðu ekki að tjalda til einnar
nætur.
Árið 1960 eru svo gróðursettar 10.800
plöntur af félögunum.
Draumar rætast
Á aðalfundi 1961 kom til tals að mögu-
leikar væru á að kaupa Markarskarð í
Hvolhreppi, en þar væru taldir miklir
möguleikar á skógrækt. Á þessum sama
fundi var Árni Einarsson, Múlakoti kjörinn
fyrsti heiðursfélagi félagsins. Jafnframt var
samþykkt að heimila stjórninni að kaupa
land fyrir sýsluskóga og taka til þess lán úr
Landgræðslusjóði. Þarna er mörkuð af-
gerandi stefna, endalausum umræðum og
vangaveltum þar með lokið og unnið
skyldi markvisst að framgangi draumsins
stóra um sýsluskóg, sem gæti orðið öllu
héraðinu til sóma.
Á þessum fundi biðst Jón J. Jóhannes-
son, kennari undan endurkjöri, en hann
hafði verið einn af burðarásum félagsins
um langan tíma, en í hans stað kom Daði
Sigurðsson, Barkarstöðum.
Á aðalfundinum 1962 eru svo þau
stórtíðindi flutt félagsmönnum að félagið
hefði eignast jörðina Hamragarða í Vestur-
Eyjafjallahreppi og hefði eigandi jarðar-
innar, Erlendur Guðjónsson, og dóttir hans,
Kristín, gefið félaginu jörðina gegn því að
það keypti húsin sem jörðinni tilheyrðu. Á
þessum fundi kom ótvírætt fram að menn
höfðu áhyggjur af því hvernig félagið ætti
að standa í stykkinu með framkvæmdir og
rekstur jarðarinnar, þar sem þetta var
langstærsta verkefnið sem félagið hafði
tekið að sér.
Á stjórnarfundi 1962 kom fram að
lmgsanlega væri áhugi hjá Rangæingafé-
laginu í Reykjavík að styrkja og koma inn
í skógræktarstarf í Rangárþingi og er þeim
Jóni J. Jóhannessyni og Snorra Sigurðssyni
fræðslufulltrúa Skógræktarfélags Islands
falið að ræða við forráðamenn Rangæinga-
félagsins.
Fundur með Rangæingafélaginu í
Reykjavík og Skógræktarfélagi Rangæinga
er svo haldinn í Hvoli 28. október 1962,
þar sem aðilar gera grein fyrir hugmyndum
sínum. Og það kemur í ljós að Rangæinga-
félagið hugsar ekki smátt.
Þeirra hugmynd er að Hamragarðar geti
orðið miðstöð fyrir burtflutta Rangæinga
og þar ætti að reisa gistihús með veitinga-
rekstri, og á vetrum mætli nýta gistihúsið
fyrir skíðafólk og aðrar vetraríþróttir, þó
mætti starfsemin aldrei standa skógrækt
Skógræktarfélagsins fyrir þrifum. Ekki
fóru þessar tillögur Rangæingafélagsins
alveg saman við hugmyndir Skógræktar-
félagsins. Hugmyndir komu fram um
sameiginlega stjórn félaganna á Hamra-
görðum og var svo málinu frestað þar til
aðalfundir félaganna gætu tekið afstöðu til
málsins.
Árið 1963 er svo endanlega gengið frá
stofnun Hamragarðafélagsins þar sent þrír
menn frá hvoru félagi sitja í stjórn. Frá
hendi Skógræktarfélagsins eru það þeir
Árni Sæmundsson, Indriði Indriðason og
Pálmi Eyjólfsson, en frá Rangæinga-
félaginu þeir Árni Böðvarsson, Ingólfur
Jónsson og Andrés Andrésson.
Á stjórnarfundi sem haldinn er síðla árs
1963 samþykkir stjórnin að reyna að fá
bætur frá Skógrækt ríkisins vegna þess
mikla tjóns er varð 9. apríl þar sem gífur-
legt magn af trjáplöntum drapst í því mikla
veðri er þá gerði eins og frægt er orðið.
Taldi stjórnin að l’élagið hefði ekki fengið
nægilega góðar upplýsingar um hvaða trjá-
plöntur hentuðu best við þær aðstæður er
hér ríktu.
Á aðalfundi 1964 kom fram að stjórn
Hamragarðafélagsins hafði fengið arkitekt
til að skipuleggja svæðið og búið væri að
-256-