Goðasteinn - 01.09.1998, Page 260
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
Ýmis félög
Sigurður Óskarsson
að ganga frá reikningum félagsins á form-
legan og eðlilegan hátt.
Það verður fyrsta verk stjórnar að
skipuleggja starf félagsins og marka því
stefnu um framtíðarverkefni. Reynt var að
koma upp vinnuflokki og ráðinn verkstjóri.
Aðalfundur er svo haldinn 24. nóvem-
ber 1985 þar sem lagðir eru fram
reikningar fyrir árin 1983, 1984 og það
sem komið er af árinu 1985. Enn eru mikl-
ar umræður um stöðu og framtíð félagsins.
Allir eru sammála um að nauðsynlegt sé að
taka upp beina aðild að félaginu til að
styrkja undirstöður þess. Á þessum fundi
lætur Sigurður Oskarsson af formennsku af
eigin ósk, en í hans stað er kosinn for-
maður Markús Runólfsson, Langagerði.
Segja má að stjórnin hafi verið í nokkr-
um vanda. Það virðist nokkuð ljóst að
Hamragarðar verða ekki það framtíð-
arskógræktarsvæði, sem menn vonuðust
eftir, kostnaðurinn við landið verður sífellt
þyngri baggi á félaginu og menn íhuga í
alvöru að selja landið eða leigja, og er þá
fyrst hugsað til Vestur-Eyjafjallahrepps.
Fram fara þreifingar við Vestur-
Eyjafjallahrepp um kaup og virtist vera
áhugi á því, að af því geti orðið.
Kotvöllur keyptur
Árið 1987 er svo Kotvöllur í Hvol-
hreppi laus úr ábúð. Strax koma upp
hugmyndir um að kaupa jörðina og hefja
þar skógrækt í stórum stíl, enda jörðin talin
mjög vel fallin til skógræktar. Endanlega
er svo gengið frá kaupunum 1988.
Segja má að með kaupunum á Kotvelli
hafi orðið þáttaskil hjá félaginu. Eftir það
fara menn að hugsa miklu stærra, mönnum
er það ljóst að ef sýnilegur árangur á að
nást, verður að vinna markvist og leggja
undir stór svæði, þar sem aðstæður eru
fyrir hendi. Nú er líka komin margfalt
meiri þekking og hægt að forðast mistök
fortíðar.
Það er svo 1989 að endanlega er gengið
frá sölu Hamragarða til Vestur-Eyjafjalla-
hrepps og er söluverðið kr. 1.898.051.-
Óhætt er að segja að Hamragarðar hafi
valdið félaginu nokkrum vonbrigðum.
Miklar vonir voru bundnar við landið og
gjöf Erlendar Guðjónssonar var vissulega
höfðingleg, en í raun og veru hafði félagið
aldrei fjárhagslegt bolmagn til að standa
þar fyrir þeim framkvæmdum sem hefði
þurft til að koma þar af stað umtalsverðri
skógrækl eða annarri starfsemi, sem vert
hefði verið með svo fagurt land.
Óhætt er að segja að síðan hafi verið
stöðug sókn af hálfu félagsins, sífellt verið
gróðursett í stærri og stærri landsvæði.
Síðustu árin
Rétt er að gera aðeins grein fyrir því
sem áunnist hefur síðustu árin, en stöðugt
og vaxandi starf hefur verið innt af hendi.
-258-