Goðasteinn - 01.09.1998, Page 261
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
/
Ymis félög
Bolholt: Þar var örfoka land um 1960,
en 1989 hafði Landgræðslunni að mestu
tekist að stöðva fok með varnargörðum,
fræi og áburði, einnig hafði Landgræðslan
girt landið og friðað það fyrir beil. Það
sama ár hóf Skógræktarfélagið plöntun og
nií er btiið að gróðursetja 476.609 plöntur í
191 ha og útkoman er sú að þarna er að
vaxa upp birki- og furuskógur, auk þess
hefur verið sáð lúpínu til að stöðva upp-
blástur og fok, með góðum árangri, enda
hefur landið þarna gjörbreytt um ásjónu og
eftir nokkra áratugi verður kominn þarna
skógur sem gæti sómt sér hvar sem er.
Kotvöllur: Er eignarland Skógræktarfé-
lagsins, þar hefur verið plantað í 61 ha af
162, alls 153.240 plöntum. Þar er einnig að
vaxa upp hinn myndarlegasti skógur, sem
fljótlega gæti orðið unaðsreitur þreyttum
sálum.
Skógar: Þar hófst gróðursetning 1990
og er búið að gróðursetja 80.383 plöntur í
32 ha af 36 ha sem félagið hefur til um-
ráða.
Múlakot: Þar hófst gróðursetning 1990
og er búið að gróðursetja 143.191 plöntur í
57 ha af 85 ha sem félagið ræður yfir.
Réttarnesland: Þar hófst gróðursetning
1991 og er búið að planta 194.255 plöntum
í 78 ha af 420 ha.
Ás: Þar hófst plöntun 1993 og er búið
að planta 22.824 plöntum í 11 ha af um
100, sem félagið ræður yfir.
Meðfram Þverá hófst plöntun 1995 og
er búið að planta 461.083 plöntum í 184
ha. af 443 ha sem félagið hefur til umráða.
Síðan 1987 hefur alls verið plantað
1.531.585 plöntum í 614 ha. Varlega áætlað
hefur félagið staðið fyrir gróðursetningu á
um 2 milljónum plantna frá stofnun
lelagsins. Þetta er ekki lítið af áhuga-
mannafélagi vera.
Það mikla gróðursetningarátak sem
hófst 1987 hefur kostað mikið fé og mikið
starf. Velta félagsins var kr. 6.164.875 árið
Markús Runólfsson
1996. Mest af þessu fé hefur verið aflað
með söfnun allskonar framlaga, svo og
persónulegu láni frá formanni félagsins,
sem hefur auk þess lagt fram ómælda
vinnu endurgjaldslaust. Óhætt er að full-
yrða að án hans framlags hefði þessi mikli
árangur aldrei náðst.
Þríþætt starf
Klemenz Kr. Kristjánsson, sá mikli
ræktunarmaður, skilgreindi skógræktina
þannig að hún ætti að vera þríþætt. I fyrsta
lagi til skrauts og yndisauka, í öðru lagi
skjólbelti til að vernda annan gróður og
auka uppskeru nytjaplantna, svo sem korns
og grænmetis, í þriðja lagi nytjaskóga.
Þessi markmið hafa ekkert breyst í áranna
rás, enn stefna menn að þessum sömu
markmiðum.
En hvernig hefur tekist til? Viðvíkjandi
fyrsta atriðinu hefur orðið bylting og þurfa
menn ekki annað en að svipast um á þétt-
-259-