Goðasteinn - 01.09.1998, Page 262
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
/
Ymis féiög
býlisstöðum, þar sem þorpin eru að fara á
kaf í trjágróðri, sem setur hlýjan og vin-
gjarnlegan svip á umhverfið, auk þess sem
þessi gróður veitir skjól fyrir byggðina og
ótal fagra og vel gerða skrúðgarða. Við
flest sveitaheimili eru komnir myndarlegir
og fagrir trjágarðar, og sumarbústaða-
eigendur eiga hrós skilið fyrir að koma upp
myndarlegum skrúðgörðum við bústaði
sína. Óhætt er að segja að þetta markmið
hafi náðst langt umfram björtustu vonir,
enda hafa þarna aliir lagst á eitt. Hinn al-
menni borgari sýndi áhuga og þá kom allt
hitt á eftir.
Hvað skjólbeltin varðar er annað uppi á
teningnum. Sem tilraunastjóri kom Klem-
enz upp skjólbeltum á Sámsstöðum, sem
hafa sannað gildi sitt. Einnig kom hann
upp skjólbeltum á Kornvöllum. Það er
fyrst núna allra síðustu árin sem einhver
árangur í skjólbeltarækt er að koma í Ijós,
og má nú víða sjá þar sem menn eru að
fikra sig áfram. Ekki er nokkur vafi á því,
að í framtíðinni eiga skjólbeltin eftir að
setja svip sinn á landið, bæta það og
vernda fyrir næðingi og uppblæstri.
Hvað þriðja atriðið, nytjaskógana,
varðar hefur lítið gerst. Enda ekki áhlaupa-
verk. Þó má segja að Tunguskógur ásamt
Skógrækt ríkisins á Tumastöðum séu
orðnir nokkurs konar nytjaskógar, því
þaðan hefur verið selt mikið af jólatrjám.
Og vafalaust á sú mikla gróðursetning sem
hefur farið fram á síðustu árum eftir að
verða grunnur að nytjaskógum framtíðar-
innar.
Til framtíðar
Óhætt er að fullyrða að það starf sem
hafið var með stofnun Skógræktarfélags
Rangæinga hafið borið góðan árangur, þótt
á ýmsu hafi gengið gegnum árin. En við
megum ekki gleyma því að ennþá er
aðeins búið að gera smábrot af því sem við
verðum að gera, ef við ætlum að varðveita
gæði landsins, hvað þá að snúa vörn í
sókn. Rangárþing er óskapalega bert og
óvarið fyrir veðrum og vindum, og hefði
ekki Landgræðslan verið staðsett í Gunn-
arsholti og þangað valist menn til forustu
sem höfðu þor til að ráðast á vandann og
stöðva sókn eyðingaraflana, værum við illa
stödd.
Við Islendingar eigum ekki margar auð-
lindir, ef undan er skilinn fiskurinn í sjón-
um, sem nú þegar er að mörgu leyti full-
nýttur, ef ekki ofnýttur. Er það aðeins
orkan í fallvötnunum og hitinn í iðrum
jarðar, sem við eigum ennþá að miklu leyti
ónýttan..
Það er augljóst hverjum manni, sem vill
hugsa, að ef við ætlum að lifa í landinu
verðum við að nýta þær auðlindir, sem við
ráðum yfir. Virkjanir, hverju nafni sem þær
nefnast, hljóta að kosta jarðrask, það er
óhjákvæmilegt að þcss sjáist staður, en það
þarf ekki að þýða að landið verði verra eða
ljótara. Hvers vegna í ósköpunum er ekki
hægt að gera slíka hluti svo þeir fari vel
við landið, eins og víða má reyndar sjá?
Við verðum að hætta að rífast endalaust
um hvort það eigi að setja þennan staur
hundrað metrum norðar eða sunnar. Það
má ekki drepa allt framtak einstaklinga
með eilífum reglugerðum og leyfum um
alla skapaða hluti. Þegar þetta reglugerða-
fargan er komið út í það að ekki megi
gróðursetja tré í garði án þess að sækja
fyrst um leyfi hjá einhverri nefnd, líður
ekki á löngu þar til allur almenningur gefst
upp. Við verðum að venja okkur af því að
verja tugum milljóna árlega í þá iðju að
færa pappíra milli skrifborða.
I baráttunni við gróðureyðinguna erum
við ennþá í skotgröfunum. Nú verður að
fara að snúa vörn í sókn. Það er vonlaust
að sú áhugamennska, sem hingað til hefur
borið hitann og þungann af skógrækt, geti
unnið þau gífurlegu verk sem óunnin eru.
Þar verður að koma til samstillt átak
-260-