Goðasteinn - 01.09.1998, Side 273
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
Dánir
Guðmunda nú ein eftirlifandi. 1927
kom á heimilið Sigurður Ólafur
Sveinsson, eins árs gamall, sem hefur
alla tíð síðan verið þar og lagt allt sitt
að mörkum í þágu Þorvaldseyrar og
1921 kom á heimilið Unnur Ólafsdótt-
ir, 3ja ára frá Alftarhóli í Austur-Land-
eyjum og ólst þar upp til fullorðinsára.
Ólafur hafði keypt Þorvaldseyri 1906
af Einari Benediktssyni, þjóðskáldi
okkar og þá sýslumanni Rangæinga, en
jörðin hafði þá verið í eyði um nokkurn
tíma, íbúðarhúsið tekið ofan, en ein
stærsta bygging landsins þá, hlaðan
sem Þorvaldur byggði, stóð og tókst
fjölskyldan á við uppbyggingu jarðar-
innar og stórbúskap þess tíma með því
að taka strax upp allar nýjungar sem
komu erlendis frá. Ólafur var búhagur
og sérstakur smiður bæði á tré og járn.
Hann byggði íbúðarhúsið 1918, sem
enn stendur og reisti vatnsrafstöð 1928,
sem þótti einstök framkvæmd á þeim
árum, 11 kw stöð inn á Svaðbælisheiði.
Við þessar aðstæður ólst Eggert upp.
Hann lærði af föður sínum bústörfin
öll. Þar var hans lífsskóli. í barnaskóla
gekk hann í orðsins fyllstu merkingu,
gangandi frá Þorvaldseyri að Rauða-
felli yfir Svaðbælisá, í 3 vetur, 3 til 4
mánuði á ári og lærði undirstöðuatriði
bóklegra fræða í kaldri skólastofu, þar
sem reynt var að þerra sokka fyrir
heimferð. Það var hans eini skólalær-
dómur, en við tók sjálfsnám hans alla
ævi. Hann var alltaf við bústörfin
heima utan einn vetur sem hann fór til
vinnu á járnsmíðaverkstæði í Vest-
mannaeyjum. Hann hafði erft hagleik
föður síns til smíða, ásamt dugnaðinum
og áræðninni.
Ungur gekk hann til liðs við ung-
mennafélagshreyfinguna sem vildi
vinna Islandi allt og takast á við hið
ógerða í þágu margra, þannig varð
hann samvinnumaður og félagshyggju-
maður alla ævi og fylgdi oft fast eftir
sínum skoðunum. Ungur tók hann þátt
í byggingu Seljavallalaugar 1922 og
byggingu Ungmennafélagshússins hjá
Skarðshlíð 1927 og síðar var hann
mörg ár stjórnarmaður í félaginu og
eins lengi félagsmaður og fært var.
1949 tók hann við búi föður síns og
sama ár fór Eggert í bændaferð til Nor-
egs, í stað föður síns sem varð að hætta
við ferðina á síðustu stundu. I þeirri
ferð kynntist hann eftirlifandi konu
sinni Ingibjörgu Nyhagen frá Valbu í
Valdres-héraði, skammt frá hæstu fjöll-
um Noregs í Jötunheimi. Þau giftu sig
þetta ár og hófu búskap saman á Þor-
valdseyri, þar sem hún tók við stjórn
innanbæjar og varð hin gestrisna hús-
móðir við hlið manns síns, en Eggert
varð bóndi og bústólpi í sinni sveit.
Börnin þeirra fæddust síðan hvert af
öðru, Jórunn 1950, Ólafur 1952, Þor-
leifur 1955 og Sigursveinn 1958. Á
þessum árum urðu miklar framfarir í
landbúnaði, vélvæðingin hélt innreið
sína, fyrsti traktorinn kom 1947 og síð-
an skerpiplógurinn, sem Eggert hafði
sértakt lag á að nýta. Þurrkaði blautu
mýrarnar með skurðgreftri og plæg-
ingum, sem hestarnir höfðu ekki ráðið
við áður. I huga Eggerts var moldin hér
á landi eitt það dýrmætasta sem ís-
lenskir bændur áttu. Hún var svo frjó-
söm og var undirstaða allrar fram-
leiðslu á búinu. Eggert sótti margs kon-
ar þekkingu til frændfólks Ingibjargar í
-271-