Goðasteinn - 01.09.1998, Qupperneq 276
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
Dánir
1947 keypti hann fyrstu dráttarvél-
ina fyrir vertíðarkaupið og kom með
heim að Eyvindarholti og þá kom nýi
tíminn með öllum vélunum sem smátt
og smátt fylgdu dráttarvélinni, ásamt
túnþurrkun og ræktun, aukinni hey-
öflun, stækkun búsins, vinnu við fyrir-
hleðslur og varnargarða og á haustin
þessar ógleymanlegu ferðir inn á afrétti
við smalamennskur. Þar naut hann sín á
kvöldin í skemmtilegum viðræðum við
nágranna sína og sveitunga, þar sem
hann var alltaf tilbúinn í rökræður eða
kappræður og á daginn við smala-
mennskuna og naut umhverfisins.
Hann var áræðinn á hættulegum fjalla-
stígum, góður fjallamaður og í þessum
ferðum reyndi oft á glöggskyggni hans
og traustleika.
Á vertíðum í Vestmannaeyjum voru
honum falin ýmis trúnaðarstörf, s.s.
verkstjórn og önnur ábyrgð, því það
sem Einar sagði, það stóð og alltaf
lagði hann sig fram um að vera trausts
verður. Hann var sérstakur persónu-
leiki, fremur hlédrægur, en þegar nær
honum var komið, þá var hann við-
ræðugóður, inni í öllum málum, vel
lesinn, fylginn sér í kappræðum, rök-
fastur og oft kíminn og sló þá gjarnan á
léttari strengi. Ef hann varð fyrir mót-
læti, þá varð hann fylginn sér og fastur
fyrir og lét hvergi sinn hlut. Þannig
varð hann bóndi hins gamla tíma, sem
tók þó á móti öllum nýjungum og
tækniframförum með opnum huga.
1954 flutti fjölskyldan að Dalseli, en
faðir Oddgeirs hafði átt þá jörð að hluta
og tókst fjölskyldan á við mikla ræktun
túna, lauk íbúðarhúsbyggingu og smátt
og smátt voru öll útihús byggð upp.
Einar og Símon stóðu að búskapnum
með foreldrum sínum, en Ólafur giftist
Dóru Ingvarsdóttur frá Rauðuskriðum
og stofnuðu þau heimili sitt í Reykja-
vík. Þórunn móðir þeirra dó 1968 og
Oddgeir dó 1977. Þeir bræður Einar og
Símon bjuggu síðan í félagsbúi að Dal-
seli stóru myndarbúi, þar sem lögð var
áhersla á að nýta tæknina til hins ýtr-
asta með kaupum á nýjum tækjum sem
á markað komu og góðri umönnun
dýra, ræktun þeirra og jarðarinnar,
ásamt góðri heyöflun.
Einanvar búmaður jarðarinnar,
gróðursins, búfénaðarins, - alls þessa
umhverfis sem bóndinn lifir og hrærist
með. í þeirri hugsun var hann allur. Þar
voru draumar hans, sem hann réði í og
gat þannig sagt ýmislegt fyrir um sem
aðrir áttuðu sig ekki á eða gátu ekki
skilið. Og þar var einnig dulspeki hans,
íhugun um lífið og ódauðleikann,
hvernig lífið kviknar, sköpun verður,
andardráttur myndast og hættir með
annarri sköpun, nýrri fæðingu, eins og
sigurmáttur vorsins er hverju sinni með
hækkandi sól.
Hann andaðist á Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 21. ágúst 1997 og fór útför hans
fram frá Stóra-Dalskirkju 30. ágúst.
Sr. Halldór Gunnarsson í Holti.
-274-