Goðasteinn - 01.09.1998, Síða 278
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
prýðilega vaxinn og ávann sér traust og
velvild allra sem nutu þjónustu hans í
þessu hlutverki. Einar var líka niann-
blendinn, fljótur að kynnast fólki og
einkar glöggur á sérkenni og sérvisku
einstakra manna, sem hann reiknaði
þeim heldur til tekna en hitt. Eignaðist
hann marga góða kunningja og vini á
vegferðinni, bæði fyrr og síðar, sem
kunnu vel að meta góðvild hans,
kímnigáfu og létta lund, sem samein-
uðust góðri greind og frábæru minni
sem kom honum vel, því hann var
maður bókhneigður og fjölfróður um
ævir og ættir fjölda manna, atburði í
fortíð og nútíð, og kunni vel að segja
frá því sem hann þannig nam og fylgd-
ist með. Þess nutu ekki síst þeir er
störfuðu með honum að félagsmálum.
Lengi var hann stjórnarmaður í Vöru-
bílstjórafélaginu Mjölni í Arnessýslu
og um árabil virkur félagi í Lions-
klúbbnum Skyggni, og sat í stjórn hans
lengst af. Þá lá Einar ekki á liði sínu í
Félagi íslenskra landpósta, en í stjórn
þess sat hann samfleytt í 11 ár.
Enda þótt Einar ætti sterkar rætur
vestan Þjórsár, og ynni þar lungann úr
starfsævi sinni, bast hann Ægissíðu-
heimilinu sterkum og órjúfanlegum
böndum, og féll vel að hinum fjöl-
menna frændgarði konu sinnar þar í
hverfinu. Gestagangur og erill af sím-
stöð og bréfhirðingu var honum gamal-
kunnur frá Þjótanda, og því var hann
líkt og fæddur í húsbóndahlutverkið á
Ægissíðu, glaður og reifur, veitull og
vingjarnlegur hverjum góðum gesti er
að garði bar, og þannig muna hann
margir frá gömlum dögum og nýjum.
Þó svo að þau hjónin byggju ekki stór-
Dánir
búi á Ægissíðu, þá bjuggu þau snoturt
og snyrtilega. Einar lét sér umhugað
um bú þeirra og umhverfi, og átti sér
þann draum að gera höfuðsérkenni
staðarins og eitt af djásnum Rangár-
þings, hellana á Ægissíðu, sýnilega og
aðgengilega öllum almenningi. Enda
þótt honum entist hvorki líf né heilsa til
að njóta þess, þá sá hann annað hugð-
arefni sitt vaxa og dafna síðasta sumar-
ið sem hann lifði, sem var ferðaþjón-
ustufyrirtækið Rangárflúðir sem þau
hjón áttu drjúgan þátt í ásamt fjöl-
skyldu sinni og fleirum, og lofar góðu
um framhaldið.
Einar veiktist af krabbameini
snemma árs 1995. Þá hófst barátta sem
síðan stóð óslitið, milli vonar og ótta,
sem reyndi mjög á þrek hans til líkama
og sálar. Aldrei möglaði Einar, þótt
þjáður væri, en stóð keikur meðan stætt
var, dyggilega studdur af Guðrúnu
eiginkonu sinni, og ástvinum sínum
öllum. Hann lést á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur í Fossvogi 3. september
1997, 63 ára gamall. Utför hans var
gerð frá Oddakirkju 11. september
1997.
Sr. Sigurður Jónsson í Odcla.
-276-