Goðasteinn - 01.09.1998, Page 280
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
Dánir
starfskona hvar sem hún fór og hlífði
sér hvergi.
Erla varð bráðkvödd á heimili sínu
hinn 18. apríl 1997 og var jarðsett frá
Þykkvabæjarkirkju 26. apríl.
Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir,
Þykkvabœ.
/
Eyjólfur Agústsson, Hvammi,
Landi
Að Eyjólfi Ágústssyni, bónda í
Hvammi, stóðu merkar bændaættir
myndar- og atgerfisfólks. Hann var
fæddur 9. janúar 1918 að Hvammi á
Landi, sonur hjónanna Ágústar Eyjólfs-
sonar, Eyjólfs Landhöfðingja og Sigur-
laugar Eyjólfsdóttur byggingameistara
í Reykjavík. Var hann elstur 5 systkina.
Eyjólfur ólst upp í foreldrahúsum
ásamt systkinum sínum þar sem menn-
ing og menntir voru í öndvegi. Fjöl-
skyldan var stór, - afi hans Landhöfð-
inginn stóð enn fyrir búinu ásamt syni
sínum, fullur starfsorku allt til 1940, en
Ágúst faðir Eyjólfs sá um barnafræðslu
hreppsins um langt árabil. Snemma
kom í ljós sá eiginleiki Eyjólfs að hann
var framúrskarandi duglegur og fylginn
sér til allra verka. Þó var hann gaum-
gæfinn og greindur og hafði góðan
skilning á hverju verkefni sem hann
tók sér fyrir hendur.
Eyjólfur var gæfumaður í einkalífi
sínu. Þann 22. maí 1942 kvæntist hann
Guðrúnu Sigríði Kristinsdóttur hrepp-
stjóra í Skarði og konu hans Sigríðar
Einarsdóttur. Samhent og áhugasöm
stóðu þau hjónin fyrir búinu og fyrir
velferð barna sinna 6 sem eru; Kristinn
f. 1942, en andaðist 13. nóv. 1996,
Katrín f. 1943, Ágúst f. 1945, en
andaðist 7. des. 1996, Ævar Pálmi f.
1946, Knútur f. 1949 og Selma Huld f.
1961.
Eyjólfur hóf strax ungur að árum að
vinna að búinu með föður sínum, en
árið 1947 tók hann við búsforráðum í
Hvammi þegar Ágúst féll frá. Þá hófst
tími mikilla umsvifa og ræktunar sem
stóð í raun alla tíð síðan undir styrkri
stjórn og ríkum framfarahug bóndans.
Búskapurinn óx mjög á hans bestu
árum svo og ræktun jarðarinnar allrar.
Við búskapinn tileinkaði Eyjólfur sér
ævinlega allar nýjungar í tækni og
verklagi, sem til heilla horfðu og í
Hvammi stýrði hann búi í rúma hálfa
öld, á ættarbýlinu, þar sem faðir hans
hafði búið og afi og forfeður og mæður
allt frá því 1850. Stóð Guðrún kona
hans við hlið bónda síns og annáluð
rausn Hvammsheimilisins hvíldi ekki
síst á hennar herðum, - þau hjón bæði
gestrisin með afbrigðum og hverjum
manni fagnað er að garði bar.
-278-