Goðasteinn - 01.09.1998, Side 281
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
Dánir
Eyjólfur gegndi ýmsum trúnaðar-
störfum fyrir heimabyggð sína. Hann
var m.a. sýslunefndarmaður um ára-
tuga bil og sat til margra ára í jarða-
nefnd sem og í náttúruverndarnefnd
sýslunnar. Öllu því sem honum var
trúað fyrir gegndi hann af áhuga og
skyldurækni.
Eyjólfur var heilsteyptur og stór-
brotinn persónuleiki, ákveðinn, ábyggi-
legur, skapríkur, hreystimenni og
forkur til allrar vinnu. Hann var glæsi-
menni er vakti athygli hvert sem hann
fór og höfðinglegur í lund, vinsæll og
vinmargur. Og þótt vilji hans væri ein-
beittur var bros hans hlýtt, handtakið
þétt, og öðru femur vildi hann sjá hag
sveitanna borgið.
Honum féll sjaldan verk úr hendi,
og sama að hverju hann gekk, allt lék í
höndunum á honum. Ekkert verk óx
honum í augum og úrræðagóður var
hann þegar á reyndi. Ef eitthvað þurfti
að framkvæma, þá var gengið í það af
festu og dugnaði og sjálfgefið að hann
stjórnaði verki. En þótt bústörfin tækju
mikinn tíma gaf Eyjólfur sér tíma til að
fylgjast vel með fréttum og landsmála-
umræðu fram á síðasta dag. Hann var
einstaklega viðræðugóður og vel að sér
og mannlífið allt vettvangur hans og
viðfangsefni.
Hann var sannur veiðimaður og :
náttúruunnandi og naut sín á fjöllum og
þegar þangað var haldið, sló hjarta
hans í takt við náttúru landsins. Hann
lá á greni, fór til Vatna og austur á land
á hreindýraveiðar. Eyjólfur var mann-
kostamaður, - sómi sinnar stéttar og
höfðingi í sinni sveit.
En, - kallið kom skyndilega og
snöggt, - hann andaðist að kvöldi
páskadags 30. mars 1997, 79 ára að
aldri, og var jarðsunginn í Skarðs-
kirkjugarði.
Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir,
Fellsmúla.
Guðný Jónsdóttir frá
Skammbeinsstöðum,
Dvalarheimilinu Lundi, Hellu
Guðný Jónsdóttir var fædd í Holts-
múla á Landi hinn 22. september 1902.
Foreldrar hennar voru hjónin Gíslunn
Arnadóttir, húsfreyja þar, og bóndi
hennar Jón Einarsson, sem þar bjuggu
allan sinn búskap. Var Guðný áttunda í
röð 10 barna þeirra. Elstur var sam-
feðra hálfbróðir, Páll að nafni, síðan
Einar, þá Arni, Helgi, Gíslunn,
Theódór og Jón, og yngri eru Guðrún
og Ólafur, sem tvö lifa sinn stóra systk-
inahóp.
Guðný missti föður sinn snemma á
unglingsárum, en móðir hennar bjó
áfram á Skammbeinsstöðum og naut
krafta elstu sonanna við búskapinn.
-279-