Goðasteinn - 01.09.1998, Qupperneq 282
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
Dánir
Fyrir tvítugt hleypti hún heimdragan-
um og hélt til Reykjavíkur þar sem hún
stundaði fiskvinnu að vetrinum næstu
árin, og hélt þar heimili með systrum
sínum. Minnisstæð varð henni frá þeim
tíma sumardvöl í kaupavinnu í Norður-
árdal í Borgarfirði, sem þær systur
réðust í eitt sumar, hver á sínum bæ.
Guðný giftist hinn 23. maí árið 1931
Jóni Oskari Péturssyni frá Skamm-
beinsstöðum, syni hjónanna þar, Guð-
nýjar Kristjánsdóttur frá Árgilsstöðum
í Hvolhreppi og Péturs Jónssonar frá
Stokkalæk á Rangárvöllum. Hófu ungu
hjónin búskap á Skammbeinsstöðum
það sama vor í nýreistum bæ, og
bjuggu þar síðan óslitið í röska fjóra
áratugi. Búskapur þeirra var traustur og
farsæll, og byggðist á ósérhlífni og
samheldni þeirra hjóna, iðni og sam-
viskusemi. Þeim varð auðið þriggja
barna. Þau eru Unnur, sem býr á Syðri-
Hömrum í Ásahreppi, gift Gísla Ást-
geirssyni, Eyrún er búsett á Hellu, gift
Sæmundi Guðmundssyni, og Bragi er
búsettur í Kópavogi, kvæntur Guð-
laugu Þorsteinsdóttur. Bragi bjó ásamt
fyrri konu sinni, Guðnýju Hákonar-
dóttur, í félagi við foreldra sína síðasta
áratuginn þeirra á Skammbeinsstöðum.
Óskar var þá orðinn heilsutæpur, en
hann lést snemma árs 1975 eftir langa
sjúkrahúsvist í Reykjavík. Guðný flutt-
ist þá um haustið til Eyrúnar dóttur
sinnar og fjölskyldu hennar að Lauga-
landi í Holtum, og síðar með þeim að
Þingskálum 10 á Hellu. Þar átti hún
heima síðan, en dvaldi frá 1994 á Dval-
arheimilinu Lundi. Þar undi hún hag
sínum vel og bjó við góða heilsu í hárri
elli, en lá síðustu tvo mánuðina í
Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi. Þar
lést hún 9. desember 1997, 95 ára að
aldri. Afkomendur þeirra Guðnýjar og
Óskars voru við lát hennar 33 að tölu,
þaraf31 álífi.
Með Guðnýju er gengin hæverskur
fulltrúi aldamótakynslóðarinnar svo-
nefndu, hinnar vinnusömu kynslóðar
sem lagði grunninn að velferðarsam-
félagi nútfmans án þess að tefla fram
háværum kröfum um réttindi sér til
handa eða berjast fyrir eigin aðstöðu.
Guðný sóttist lítt eftir umsvifum eða
athygli, vann verk sín í hljóði og tókst
á við verk og raunir lífsins af yfirveg-
aðri rósemi og æðruleysi. Hún var
regluföst í öllu sínu dagfari, umtals-
fróm um náungann og lagði jafnan gott
til manna og málefna. Hún var um ára-
bil virk í starfi Kvenfélagsins Einingar
í Holtum og var heiðursfélagi þess síð-
ustu árin. Alla ævi var hún mikil barna-
kona og fylgdist vel með barnabörnum
sínum og langömmubörnum, og lét sér
líka annt um börnin mörgu sem verið
höfðu hjá henni til sumardvalar á
Skammbeinsstöðum fyrr og síðar.
Langur og strangur vinnudagur
lengst af skildi eftir stopular og fáar
frístundir. Engu að síður las Guðný
bækur og blöð eftir því sem færi gafst,
alla tíð gaf hún sig mikið að hann-
yrðum, og var með sokk á prjónunum
þegar hún dó. Vinnusemin var hin
æðsta dyggð, og vitundin um nauðsyn
hennar inngróin í hug og sinni. Án
hennar varð ekki komist af í harðbýlu
landi, né hinnar helgu trúar, sem var
snar þáttur í lífi Guðnýjar.
-280-