Goðasteinn - 01.09.1998, Page 283
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
Guðný var jarðsungin frá sinni
gömlu sóknarkirkju í Marteinstungu
18. desember 1997.
Si: Sigurður Jónsson í Odda.
Guðrún Ágústa Geirsdóttir,
Leifsstöðum
Guðrún fæddist foreldrum sínum
hjónunum Þórönnu Þorsteinsdóttur frá
Alfhólum og Geir Gíslasyni frá Gerð-
um 23. febrúar 1921 að Gerðum í Vest-
ur-Landeyjum. Guðrún var þriðja elst
fimm systkina en eftirlifandi eru Þór-
unn og Gísli. Heimili hennar stóð á
grunni hinnar íslensku heimilismenn-
ingar, sem bar með sér trúrækni, sam-
viskusemi, skyldurækni og alla góða
búhætti. Framganga þeirra var með
kyrrlátum hætti, en eitt var víst, heimil-
isfólkið í Gerðum stóð við sitt og þau
voru ábyrg í lífi sínu gagnvart öllu um-
hverfi sínu. Við þessar aðstæður vinnu
og þjónustu ólst Guðrún upp. Hún
lærði öll bústörfin af foreldrum sínum
og gekk í barnaskólann að Strönd, oft-
ast gangandi drjúga leið, stundum ríð-
Dánir
andi og þegar frostið lagði beina braut
var flogið áfram á skautum.
Hún fór fyrst að heiman 18 ára í vist
til Reykjavíkur að vetri til sem var
nokkurskonar húsmæðraskóli þess
tíma. Um sumarið kom hún heim í
heyskapinn og vetrarkaupið hafði rétt
dugað til að kaupa úlpu handa föður
hennar. Þannig var hugsun hennar og
framkoma. Ekkert gæti komið föður
hennar betur en góð kuldaúlpa, sem
héldi regni, sem verndaði hann gegn
kvefi og lungnabólgu, en Þorsteinn
bróðir hennar hafði látist á sinni fyrstu
vetrarvertíð í Vestmannaeyjum 18 ára
gamall úr lungnabólgu og fékk það
mjög á alla fjölskylduna.
Nokkrum vetrum síðar hóf hún störf
á Elliheimilinu Grund, eða 1945, og
var þar samfellt sem heilsársstarfskona
í 5 ár. Þar tókst hún á við þjónustu-
starfið sem hún var svo ánægð með, að
annast og hjúkra öðrum, gefa að borða,
hlúa að og tala uppörvandi við.
A þessum árum kynntist hún manni
sínum Leifi Auðunssyni frá Dalseli og
eignuðust þau Hrönn 1951, en nokkru
áður hafði Guðrún hætt að vinna og
farið heim til sín til að eiga frumburð-
inn. Sama sumar fluttist hún að Dalseli
og hóf búskap þar með manni sínum og
tengdaföður Auðuni Ingvarssyni, en
hann hafði misst konu sína 10 árum
áður. Auðunn sagði síðar að Guðrún
hefði verið eins og Guðs sending inn á
heimilið.
1954 keyptu þau hjón með Auðuni
land frá Voðmúlastöðum og stofnuðu
þar nýbýlið Leifsstaði. Hófu þau þegar
byggingu útihúsa og íbúðarhúsbygg-
-281-