Goðasteinn - 01.09.1998, Page 284
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
Dánir
ingu sem þau gátu flutt inn í ári síðar.
Auðunn hélt áfram með verslun sína á
Leifsstöðum, þannig að þar var oft
mjög gestkvæmt og mikil glaðværð.
A þessum árum höfðu þau hjónin
eignast börnin Guðlaug Helga, sem þau
misstu nýfæddan, Auðun 1955 og Láru
1960. Þau höfðu einnig keypt aukið
landrými frá Voðmúlastöðum og Bóls-
stað þannig að jörðin yrði búhæf,
stækkað búið, ræktað land árlega og
tekist á við störfin öll með börnum sín-
um eftir því sem aldur þeirra gaf tilefni
til.
Guðrún gekk í öll störf utan dyra,
þótti vænt um búlenaðinn, einkum féð,
og undi sínum hag vel með börnum og
eiginmanni. Guðrún var heimakær og
hún naut þess að heyra fallegan söng,
einkum einsöng og tónar harmonikk-
unnar glöddu hana alltaf. Hún var trú
vinum sínum og glöð í þeirra hópi og
gat staðið fast á sínum skoðunum með
hnyttnum tilsvörum.
Maður hennar dó 1978 og stóðu
börnin hennar þá að búinu með henni
uns Lára stofnaði sitt heimili að Neðra-
Dal 1985, en 1986 stofnaði Auðunn sitt
heimili með Margréti Eygló Birgis-
dóttur á heimilinu og 1992 reistu þau
sitt íbúðarhús á jörðinni. Upp úr því
tóku systkinin Hrönn og Auðunn með
sinni tjölskyldu við búskapnum með
stofnun félagsbús en Guðrún naut um-
önnunar dóttur sinnar Hrannar. Sérstæð
og erfið veikindi Guðrúnar höfðu byrj-
að líklega mörgum árum fyrr en nokkr-
ir vissu, en upp úr 1992 var hún orðinn
sjúklingur sem smátt og smátt þurfti æ
meiri aðhlyningu. Það önnuðust börnin
hennar, einkum Hrönn, sem var vakin
og sofin með móður sinni. Guðrún
gekkst undir uppskurð 1996 og í ágúst
1997 var hún flutt á hjúkrunardeild
Lundar á Hellu, þar sem hún andaðist
26. september 1997 og var jarðsett frá
Stóra-Dalskirkju 4. október.
Sr. Halldór Gunnarsson í Holti.
/
Gunnar Agúst Haraldsson,
Bálkastöðum í Hrútafirði
Hinn 28. ágúst 1997 var gerð frá
Oddakirkju útför Gunnars Agústs Har-
aldssonar bónda á Bálkastöðum í
Hrútafirði, en hann var sunnlenskur að
uppruna og ólst upp í Landeyjum og á
Rangárvöllum. Hann varð bráðkvaddur
á heimili sínu nyrðra hinn 19. ágúst,
raunar eftir tvísýnt veikindastríð fyrr á
sumrinu og ellihrörnun síðustu miss-
erin, er stirður var fótur og sjónin döp-
ur. Oskert hin andlega heilsan og naut
hann hverrar gestkomu og samvistanna
með fjölskyldu sinni, unz brotnaði í
bylnum stóra eikin síðast. Kistulagn-
-282-