Goðasteinn - 01.09.1998, Qupperneq 285
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
Dánir
ingin var hin fyrsta í nýju kapellunni í
Sjúkrahúsinu á Hvammstanga, hinn 23.
ágúst.
Gunnar var fæddur í Reykjavík hinn
26. ágúst 1914, sonur Haralds Þor-
finnssonar og Guðfinnu Jósefsdóttur,
sem ættuð var úr uppsveitum Arnes-
sýslu. Hún var lengi vistráðin eða gekk
að ýmsu starfi í Reykjavík, þar sem
hún lézt á Elli- og hjúkrunarheimilinu
Grund 1973, en um mörg ár var hún
hjá Óskari Haraldssyni og fjölskyldu
hans á Hellu, en hann var miklu yngst-
ur barna hennar. Elzt var Guðrún, bú-
sett í Vestmannaeyjum, unz fór í land
örlaganótt eldsins í Eyjum og átti ekki
afturkvæmt. Hún er nú í Hafnarfirði og
á hinu 93. ári aldurs síns. - Foreldrar
Gunnars fengu honum fóstur, sem varð
til frambúðar, hjá búandi hjónum á
Guðnastöðum í Austur-Landeyjum,
Eyjólfi Bárðarsyni og Valgerði Boga-
dóttur. Atti hann góða vist með þeim,
frá 1923 í Kirkjubæ eystri á Rangár-
völlum, og minntist hann þeirra og
fóstursystkinanna jafnan af sonarlegri
hlýju. Nöfn þeirra bera nú niðjar hans
norður í Hrútafirði, en þar bjó Gunnar í
hálfa öld, á föðurleifð konu sinnar,
Jóhönnu Jónsdóttur á Bálkastöðum í
Staðarsókn. Þau giftust á jóladaginn
gamla 1948 og tóku við hálfum Bálka-
stöðum í fardögum 1950 af Ólafíu
Finnbogadóttur, móður Jóhönnu. Ólaf-
ía lést síðla árs 1996 og hafði sex um
nírætt. Er í minnum haft, að afi hennar,
síra Jakob Finnbogason, var fæddur
1806, en móðir hans í Innréttingum
Skúla Magnússonar, er Skaptáreldar
brunnu. - Hinn afi Ólafíu var Ólafur
Pálsson dómkirkjuprestur, síðast á
Melstað, en hann var sonur síra Páls í
Guttormshaga og Kristínar (fyrri) Þor-
valdsdóttur skáldprests í Holti. Jóhanna
á Bálkastöðum og frú Vigdís forseti eru
þremenningar að frændsemi.
A ungu árunum var Gunnar í veri í
Vestmannaeyjum, en fór síðan á Hóla-
skóla og vann að loknu búfræðinámi að
Hólsbúinu á Siglufirði. Var og um sinn
á Sauðárkróki með ævinlegum vinum,
en lengi síðan hjá Kristjáni frá Birn-
ingsstöðum í Fnjóskadal á Bifreiðastöð
Akureyrar, og ökukennari meðfram.
Kynntist hann mörgum á þeim árum,
sem hann ók Reykjavíkurrútunni, en
Kristján á BSA hafði sérleyfið, og í
marga vetur snjóbílum yfir Holta-
vörðuheiði. Höfðu ferðamenn mikið
traust á Gunnari, hinum einbeitta og
þolgóða rútubílstjóra. Á þeim árum
varð það, er Jóhanna frá Bálkastöðum
var frammistöðustúlka í Fornahvammi,
að sú vinátta tókst með þeim Gunnari,
sem leiddi til ævifylgdar og tryggða.
Þau undu hvors annars auðnuhag við
þriggja sona lán og fallegt bú, en löng-
um stundaði Gunnar akstur í vegagerð
og mjólkurflutningum meðfram og
ökukennslu. Þá var hann hagur maður
og mjög vandvirkur. Hýsti hann vel á
Bálkastöðum og sú alúð, sem hann
lagði við túnræktina var á orði höfð.
Og svo vel sómdu þau Jóhanna sér á
mannamótum, að eftirtekt vakti, fríðleit
og gjörvileg.
Allt um langan og fjölþættan starfs-
daginn í Norðurlandi, friðaði hugsunin
um átthagana syðra um sál gamals
manns. Hinn fastlyndi og langminnugi
-283-