Goðasteinn - 01.09.1998, Qupperneq 286
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
Sunnlendingur kaus sér kirkjuleg í
Odda. Var það við alla hefð þakkar-
huga bernsku- og þroskaáranna.
Sr. Ágúst Sigurðssonfrá Möðruvöllum.
Ingvar Sigurðsson frá Velli,
Hvolhreppi
Ingvar var fæddur á gamlársdag, 31.
desember 1925 að Uppsölum í Miðfirði
í Vestur-Húnavatnssýslu. Foreldrar
hans voru Emelía Sigfúsdóttir frá Upp-
sölum og Sigurður Magnússon frá
Kjartansstöðum á Langholti í Skaga-
firði, en þau bjuggu síðar á Gafli í
Víðidal og svo um árabil á ýmsum
öðrum stöðum í Húnaþingi, síðast á
Skinnastöðum, áður en þau fluttust
búferlum og settust að í Vestmanna-
eyjum um miðja öldina, þar sem þau
síðar skildu að skiptum. Sigurður kom
seinna aftur upp á land og var á ýmsum
stöðurn uns hann féll frá 1961, en
Emelía lifði til hárrar elli í Eyjum og
lést 1994. Ingvar var elstur 6 barna
þeirra, en hin, sem öll eru á lífi, eru
Sverrir Ósmann, Magnús, Elísabet,
Dánir
Karl Bergdal og Lovísa. Samfeðra
hálfsystkin þeirra eru Herbert, Ragnar,
sem látinn er, Aðalsteinn, Guðrún
Sóley, Hermann og Þórir.
Ingvar ólst upp á Gafli hjá foreldr-
um sínum. Hann vandist ungur á öll
almenn störf á búi þeirra, þar sem
framlag hvers og eins skipti miklu
máli. Heimilið varð aldrei ríkt af ver-
aldarauði, og því mátti Ingvar draga
björg í bú í vinnumennsku strax frá
unglingsárum. Tækifæri til náms og
mennta handverks eða bóka veittust
honum engin, né heldur færi á að
þroska með sér meðfædda gáfu söngs
og tóna, en alla ævi hafði hann mikla
unun af söng og tónlist. Þessi stríðu
kjör kenndu honum vissulega vinnu-
semi og iðni, en Vöktu síður með hon-
um mikla gleði yfir minningum
bernsku og æskuára, og settu þannig
mark sitt á hann. Hann var engu að síð-
ur glaður og reifur í góðra vina hópi,
hlýlegur og gamansamur, og var jafnan
gott að vera í návist hans.
Uppkominn vann Ingvar ýmis störf
til sjós og lands. Hann réðst sem ráðs-
maður að höfuðbólinu forna á Þing-
eyrum 1946 og var þar samfleytt í 7 ár.
Þar kynntist hann konuefni sínu, sem
var kjölfestan í lífi hans í fulla fjóra
áratugi, Ingibjörgu Vídalín Jónsdóttur,
Sigurðssonar frá Haukagili í Hvítársíðu
og konu hans Hildar Guðmundsdóttur.
Þau gengu í hjónaband 5. nóvember
1952, hófu vorið eftir búskap á Orra-
stöðum í Austur-Húnavatnssýslu og
bjuggu þar um tveggja ára skeið. Arið
1955 fluttust þau suður á land og
keyptu þau jörðina Völl II í Hvolhreppi
-284-