Goðasteinn - 01.09.1998, Qupperneq 287
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
Dánir
í Rangárvallasýslu. Þar biðu þeirra
víðar dyr og verkmiklar, því húsakostur
var rýr á Velli, bæði fyrir menn og
skepnur, enda hafði jörðin þá staðið í
eyði í nokkur ár. Þar reyndi á dug
þeirra og samheldni og réðust þau
þegar í að byggja upp íbúðar- og pen-
ingshús, fjölguðu skepnum og brutu
land til ræktunar, ásamt fleiru sem
unnið var af bjartsýni og mikilli elju.
Börnin urðu sex: Elstur var stjúpsonur
Ingvars, Ragnar Jón Ragnarsson, sonur
Ingibjargar fyrir hjónaband, sem lést
1982. Ekkja hans er Halla Bergsdóttir,
búsett í Hafnarfirði. Vilborg Sigrún
kom næst; hennar maður er Hjörtur
Ingi Vilhelmsson og búa þau í Reykja-
vík, þá Sigurður, kvæntur Guðlaugu
Kristinsdóttur, þau búa einnig í Reykja-
vík, sömuleiðis Hildur sem gift er Arn-
grími Jónssyni og Hjálmar, kvæntur
Huldu Jónsdóttur, en Sigfús Bergmann,
sem rekur lestina, er búsettur í Hafnar-
firði, kvæntur Ingigerði Önnu
Kristjánsdóttur. Öll hafa þau systkinin
eignast afkomendur, og voru barnabörn
Ingvars við ævilok 15 talsins og barna-
barnabarn eitt.
Meðfram búskapnum á Velli stund-
aði Ingvar ýmsa vinnu þegar frá leið.
Hann var skólabílstjóri um árabil og
síðar bílstjóri við Sigölduvirkjun um
tíma. Einnig vann hann sem vélamaður
hjá Vegagerð ríkisins um skeið. Arið
1980 brugðu þau Ingibjörg búi og flutt-
ust að Selfossi. Þar sat Ingvar ekki
auðum höndum, heldur vann ýmis störf
sem buðust, en sótti líka vinnu hingað
á höfuðborgarsvæðið eftir atvikum.
Mátti hann heita alkominn á þær slóðir
ári áður en Ingibjörg lést í kjölfar erf-
iðra veikinda og langrar legu í október
1992. Eftir það var hann til húsa á
nokkrum stöðum, en þó lengst og sam-
felldast hjá Hildi dóttur sinni og fjöl-
skyldu hennar í Suðurhólum 8, og
starfaði við það sem til féll, eftir því
sem heilsa og þrek leyfðu.
Ingvar lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur
í Fossvogi eftir skamma legu 10. ágúst
1997, 71 árs að aldri. Útför hans var
gerð frá Hafnarfjarðarkirkju 19. ágúst,
og hvílir hann í Hafnarfjarðarkirkju-
garði.
Sr. Sigurður Jónsson í Odda.
Jónína Hafliðadóttir, Haukadal
Jónína Hafliðadóttir var fædd 5.
október 1902 á Fossi á Rangárvöllum.
Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún
Runólfsdóttir frá Snotru í Þykkvabæ og
Hafliði Sæmundsson bóndi á Fossi og
því af rangæsku bergi í báðar ættir.
Jónína ólst upp hjá foreldrum sínum
og systkinum, 7 systrum og 1 bróður,
og æska hennar leið við störf og
þroska. Uppvöxtur þeirra systkina bar
-285-