Goðasteinn - 01.09.1998, Qupperneq 288
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
Dánir
svip þeirrar lífsbaráttu sem á þeim tíma
var háð, og Jónína sýndi fljótt hvað í
henni bjó, var lífsglöð, létt og kát og
gekk til allra verka sem til lögðust og
vinna varð. Þegar hún hafði aldur til
fór hún að létta til með heimilinu og
gerðist vinnukona á bæjum í sveitinni.
Hiin hlaut hefðbundna barnafræðslu
svo sem þá tíðkaðist og einn vetur fór
hún sem ráðskona til Vestmannaeyja.
Þann 2. júní 1928 gekk hún að eiga
lífsförunaut sinn Magnús Runólfsson
er var frá Mykjunesi í Holtum en alinn
upp í Marteinstungu. Hann hafði þá ári
áður fest kaup á Haukadal og þar hófu
þau búskap. Þau eignuðust 4 börn, en
þau eru: Sigrún Agústa f. 1928, en lést
1973, Haukur f. 1930 en lést 1977,
Hafsteinn f. 1934 og yngst er Stefanía
Heiða f. 1939. Eru barnabörnin 11 tals-
ins og barnabörnin komin yfir annan
tuginn. Var og dóttursonur þeirra, Örn,
alinn upp hjá þeim frá 5 ára aldri.
Þeim hjónum búnaðist vel í Hauka-
dal, stóðu samhent og áhugasöm fyrir
búi sínu og uppeldi barnanna. A fyrstu
árum þeirra mæddi búskapurinn oft á
Jónínu, því 18 vertíðir sótti Magnús til
Vestmannaeyja og um 2ja ára skeið
vann hann hjá Landgræðslunni seinni
hluta vetrar og fram eftir vori. Var þá
Jónína ein með börnin og búið, en
hafði stundum sér til hjálpar syslur
sínar og síðar móðursystur sína.
Jónína var harðdugleg kona, ósér-
hlífin, fórnfús og viljasterk. Hún gekk í
öll störf hvort sem var úti eða inni.
Sem dæmi um dugnaðinn má nefna að
hún vílaði ekki fyrir sér að fara 2 vetur
í fiskvinnslu til Þorlákshafnar komin á
sjötugsaldur og alla sína búskapartíð
gekk hún yfir Haukadalsölduna á beit-
arhúsin, um hálftíma gang til gegninga
f hvaða veðri sem var. Hún var framúr-
skarandi húsmóðir, einstaklega þrifin
og snyrtileg og vildi hafa allt í röð og
reglu, enda heimilið rómað fyrir snyrti-
mennsku og reglusemi. Hún hafði
næmt og glöggt auga fyrir fegurð og
hreinleika í umhverfi sínu. Voru þau
hjón m.a. heiðruð af Rangárvallahreppi
fyrir snyrtilega umhirðu á jörðinni.
Jónína var vel gefin og vel gerð
kona, hreinlynd og hreinskiptin, hafði
ákveðnar skoðanir á mönnum og mál-
efnum og sagði meiningu sína umbúða-
og hispurslaust. Hún kunni að meta
manndóm, dugnað og ósérhlífni. Var
kona orku og hreysti og þá eiginleika
nýtti hún þegar sorgin steðjaði að og
þau hjónin sáu á eftir tveimur börnum
sínum með tiltölulega stuttu millibili
svo og 1 barnabarni nokkru síðar. Sorg-
in bugaði hana ekki, heldur hélt hún
ævinlega f þann þráð sem sterkastur
var í lífi hennar, - lífs- og starfsgleðina.
Haukadalur - börnin hennar og bú-
skapurinn var starfsvettvangur hennar í
lífinu. Umhyggjan fyrir börnunum og
síðar ömmubörnunum var mikil og
allar stundir var hún vakin og sofin yfir
velferð afkomendanna. Voru barna-
börnin hænd að ömmu og afa og dvölin
í Haukadal í gegnum árin var þeim
mikils virði, - þar áttu þau gott athvarf
og minnast þess tíma með hlýju.
Jónína var alla tíð heilsuhraust, og
þó aldur færðist yfir og þrekið væri
þorrið eftir annasama ævi, hélt hún
reisn sinni og andlegu atgerfi til hinstu
-286-